fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Elísabet ráðin af Marvel Studios – Stærsta verkefnið á ferlinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ronaldsdóttir hefur verið ráðin til að klippa stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings, sem framleidd er af stórrisunum hjá Marvel Studios. Um er að ræða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju og hefur henni verið lýst sem kung-fu mynd með meiru.

Engu verður tilsparað við gerð þessarar myndar og verður hún sú stærsta sem Elísabet hefur unnið að, en Marvel Studios stendur á bakvið flestar af tekjuhæstu myndum undanfarinna ára. Fyrr á þessu ári sló kvikmyndin, Avengers: Endgame, öll aðsóknarmet við frumsýningu og er orðin tekjuhæsta mynd allra tíma.

Tökur á Shang-Chi munu hefjast í Sydney í Ástralíu á næstu mánuðum og mun hún rata í kvikmyndahús í febrúar árið 2021. Leikstjóri myndarinnar er Destin Daniel Cretton (Short Term 12, The Glass House) og með helstu hlutverk fara þau Simu Liu, Awkwafina og Tony Chiu-Wai Leung.

Elísabet hefur gert garðinn frægan upp á síðkastið með stórvinsælum kvikmyndum á borð við John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2, en sú seinastnefnda var framleidd undir Marvel-vörumerkinu á vegum 20th Century Fox, sem síðar var keypt af Disney. Elísabet hefur þó ekki eingöngu haldið sig við erlend verkefni á síðustu misserum og klippti einnig íslensku kvikmyndirnar Svanurinn og Vargur.

Elísabet mun annars vegar klippa myndina ásamt Nat Sanders, sem meðal annars klippti Óskarsmyndina Moonlight, sjónvarpsþættina Girls og fyrri kvikmyndir leikstjórans Cretton sem nefndar voru að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega