fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Segir Icelandair vera í klóm siðlausra stjórnenda Boeing

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. desember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair er í klónum á siðlausum stjórnendum Boeing og MAX flugvélarnar frá Boeing eru drápstæki, að mati Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins. Í áramótapistli Stefáns þar sem hann fer yfir sviðið í atvinnu- og efnahagslífi landsins er að finna mjög harðorðan og beinskeyttan kafla um samskipti Boeing flugvélaframleiðandans og Icelandair. „Óhamingju Icelandair verður allt að vopni,“ segir í yfirskrift kaflans og þar segir:

„Þá þurfa Íslendingar að halda vökulu auga á því sem nú á sér stað í Renton-verksmiðjunni í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Icelandair Group, sem er hryggjarstykkið í íslenskri
ferðaþjónustu, og raunar fólksflutningum til og frá landinu, er í spennitreyju sem félaginu var komið í af siðlausum stjórnendum Boeing. Þeir styttu sér leið og lentu í keldunni, sem krókurinn hefði forðað þeim frá, þegar þeir settu í loftið stórgallaða og lífshættulega flugvél sem ber einkennisstafina MAX. Óhamingja Icelandair reyndist sú að undirrita samninga um kaupá 16 slíkum vélum árið 2013. Kyrrsetning drápstækjanna frá því í mars hefur valdið félaginu og íslensku hagkerfi gríðarlegum búsifjum og ekki sér enn fyrir endann á því öllu. Jafnvel gæti komið til þess að þessar vélar fari aldrei aftur í loftið sökum hönnunargalla sem nær ómögulegt mun reynast að bæta úr.“

Stefán segir eðlilegt skref hjá Icelandair að ganga til samninga við Airbus meðal annars vegna framkomu forsvarsmanna Boeing en auk þess henti Airbus mun betur inn í leiðakerfið félagsins en Boeing-vélarnar. Hann segir að lokum:

„Hið sorglega er að Icelandair hefur tapað gríðarlega verðmætum tíma á þessu MAXævintýri og það gæti tekið mörg ár að vinda ofan af þeirri pattstöðu sem upp er komin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“