fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Páll: Hvert fór jólabónusinn? Þetta er það sem situr eftir hjá okkur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri segir að desemberuppbótin svokallaða sé ekki beint góð aðferð til að bæta kjör fólks. Páll fjallar um þetta í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann bendir á hversu lítinn hluta launþegar fá í raun og veru í hendurnar af uppbótinni.

„Í „Lífskjarasamningnum“ svokallaða var ákveðið að desemberuppbót = lífskjarajólabónus launþega 2019 skyldi vera 92 þús. kr. Fyrir fyrirtæki kostar þessi uppbót um 113 þús. kr. á hvern starfsmann: 92 þús. + launatengd gjöld (lífeyrissjóður + stéttarfélagsgjald + orlofssjóður + sjúkrasjóður um 16,5%) og tryggingagjald 6,5% eða samtals 23% ofan á 92 þús. kr. = rúmlega 113 þús. kr.“

Páll segir að af þessum 92 þúsund krónum greiði starfsmenn í lægra skattþrepi 37 prósenta skatt, en þeir sem eru í hærra skattþrepi greiði 46 prósent. Þá borgi fólk 4 prósent í lífeyrissjóð og þeir sem eru með séreignarsjóð borgi 2 prósent til viðbótar.

„Segjum að meðaltali 43% sem þýðir að þeir fá útborgaðar rúmar 52 þús. kr. af þessum 92. þús. kr. Síðan ráðstafa starfsmenn þessum rúmu 52 þús. kr. til alls kyns útgjalda þar sem gera má ráð fyrir að meðalvirðisaukaskattur sé um 20% (matur, önnur heimilisútgjöld, fjárfestingar, rekstur bifreiðar, jóladrykkir o.fl.). Þá eru eftir tæplega 42 þús. kr. sem er það sem starfsmaðurinn fær í raun til eigin ráðstöfunar.“

Páll segir að mismunurinn af þessum 113 þúsund krónum sem fyrirtækin greiða mínus þessar 42 þúsund krónur sem starfsmaðurinn fær, samtals 71 þúsund krónur,  fari í lífeyrissjóði, stéttarfélög, orlofs- og sjúkrasjóði (samtals um 21 þúsund) og svo til opinberra aðila; tekjuskatt, útsvar, tryggingagjald og virðisaukaskatt (samtals um 50 þúsund krónur).

„Niðurstaðan er sem sagt að fyrirtæki greiða 113 þús. kr. á starfsmann. Starfsmaðurinn fær af því um 42 þús. kr. eða rúm 37%. Lífeyris-, orlofs- og sjúkrasjóðir um 21 þús. eða tæp 19%. Opinberir aðilar um 50 þús. kr. eða rúm 44% af þeim 113 þús. kr. sem „lífskjara-jólabónusinn“ kostar fyrirtækin á hvern starfsmann! Ég sé ekki betur en að fyrirtæki landsins séu með þessum „lífskjara-jólabónus“ að senda sig sjálf og starfsmenn sína beint í Jólaköttinn ógurlega = opinberu gjaldahítina, þar sem hinn sjálfstæði, framsækni, vinstramegin-græni Jólaköttur liggur á meltunni og malar af gleði! Mér sýnist þetta ekki góð aðferð til að bæta kjör fólks, frekar en svo margt annað sem bírókratar búa til! Gleðilega hátíð og góðar stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum