fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

5 hlutir sem ætti að henda á áramótabrennuna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú færist nýja árið sífellt nær og margir kveðja það gamla með því að fara á brennu. Hér eru fimm hlutir sem væru best geymdir í logunum.

1. Stjórnarskráin

Þarf eitthvað að flækja þetta í fleiri mánuði og ár? Hendum bara gömlu stjórnarskránni á bálið og búum til nýja þar sem réttindi allra borgara eru tryggð í bak og fyrir, ekki bara þeirra sem eru með djúpa vasa.

2. Láglaunaseðlar

Það er búið að berjast fyrir hækkun launa þeirra verst settu en betur má ef duga skal. Skitnar þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði fleyta fjölskyldufólk ekki langt og því hægt að brenna launaseðlana á táknrænan hátt.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

3. Nýja jólajógúrtin

Hvernig datt MS í hug að breyta kurlinu? Það er ein af stóru ráðgátum þessara jóla og eiginlega magnað að ekki hafi orðið meira fjaðrafok yfir þessri nýju jógúrt. Á bálið með hana!

4. Hvatningarorð í ramma

Vertu besta útgáfan af sjálfum þér, dúndraðu þessum klisjukenndu hvatningarorðum í ramma beint í logandi eldinn og byrjaðu að lifa lífinu samkvæmt þinni eigin sannfæringu, ekki einhverjum orðum á blaði. Þessir rammar eru líka svo hallærislegir að það hálfa væri nóg.

5. Brostnar væntingar

Gamla árið er að kveðja og það nýja að heilsa. Þá er lag að losa sig við allar brostnu væntingarnar, glötuðu draumana og fólkið sem hefur verið ömurlegt við þig árið 2019. Taktu á móti 2020 með opnu hjarta og hreinum skildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum