fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Völvublað DV komið út: Hvað verður um Bjarna Ben og Svanhildi Hólm?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri DV bankar á dyr í reisulegu húsi í vesturbæ Reykjavíkur í miðjum stormi. Viðeigandi að vindar geisi í þann mund sem ritstjóri fer á fund völvunnar til að skyggnast inn í nýja árið.

Völvan er dul á svip og býður ritstjóranum varla góðan daginn. Það er þungt yfir henni, hún er í hálfgerðum trans. Hún vill engar málalengingar. Kona að detta í miðjan aldur, í víðum gallabuxum og prjónaðri peysu. Ósköp venjuleg, þannig séð, þótt innra með henni búi yfirnáttúrulegir kraftar. Hún vísar ritstjóra til sætis og eina sem hún fer fram á er að allt sem hún segi verði handskrifað á blað. „Engin upptökutæki hér,“ segir hún lágum rómi. „Ég hef aldrei vanist slíkum apparötum.“

Ritstjóri sest niður andspænis völvunni sjálfri. Hann ætlar að brydda upp á samræðum en völvan sýnir það með líkamstjáningu sinni að hún hafi engan tíma fyrir svoleiðis kurteisi. Hún vill koma sér beint að efninu.

Völvublað DV er komið út og venju samkvæmt er þar að finna spá völvunnar fyrir næsta ár. Nú rennur árið 2020 í garð eftir nokkra daga og því ekki úr vegi að kanna hvað völvan hefur að segja. Hér að neðan er gripið niður í kafla þar sem völvan tjáir sig meðal annars um Bjarna Benediktsson og aðstoðarkonu hans, Svanhildi Hólm, en bæði hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu.

Við gefum völvunni orðið:

„Á Alþingi ríkir undarlegt ástand þar sem heilindi hafa sennilega aldrei verið minni, menn níða skóinn hver af öðrum ef færi gefst. Fá þörf mál verða á dagskrá og enn færri ná afgreiðslu þannig að segja má að vorþingið verði sami grautur í sömu skál flesta daga,“ segir hún.

„Bjarni Benediktsson á erfitt ár fram undan á nánast öllum vígstöðvum. Hann ræður illa við formannshlutverkið í Sjálfstæðisflokknum og fjármál eru að valda honum vandræðum. Ég held þó að hjónabandið haldi á þeim bæ. Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann missir Svanhildi Hólm í klær RÚV. Það fyrsta sem hann gerir þegar hann tilkynnir afsögn sína er að mæta í drottningarviðtal í Mannlífi til að reyta Davíð Oddsson til reiði í Hádegismóum. Það á eftir að draga dilk á eftir sér. Formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum verður spennandi og margir bjóða sig fram. Enn og aftur verður Páll Magnússon fúll yfir að hreppa ekki hnossið, en það verður ung kona sem kosin verður. Valið stendur á milli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugar Örnu. Hins vegar á nýr kandídat, sem fáir þekkja, eftir að stríða þeim aðeins. Vandræðagangur sem reynt er að breiða yfir af fremsta megni verður í pólitískum flokkum vegna foringjaleysis. Verst er þar ástandið í Sjálfstæðisflokknum en litlu skárra á mörgum öðrum stöðum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum