fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Sofnaði undir stýri á jóladag og ók út af

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2019 09:48

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut á jóladag ók utan í vegrið og hafnaði utan vegar. Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum en í því segir að fáein umferðaróhöpp hafi orðið í umdæmi lögreglu í vikunni.

Ökumaðurinn sagðist hafa hafa sofnað undir stýri og því fór sem fór. Vegalengdin sem mældist frá því að bifreiðin fór út af veginum og þar til hún stöðvaðist mældist 77 metrar. Ökumanninn sakaði ekki sem betur fer.

Þá var bifreið ekið upp á hringtorg þar sem hún sat föst. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið svo upptekinn af því að fylgjast með umferðinni sem kom á móti honum að hann hefði steingleymt hringtorginu og ekið rakleiðis upp á það.

Að öðru leyti var jólahátíðin róleg og góð í umdæminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“