fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Íþróttafólk ársins 2019 í Hafnarfirði – íþróttakarl, íþróttakona og íþróttalið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. desember 2019 20:58

SONY DSC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafólk ársins 2019 í Hafnarfirði var valið í dag á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Þórdís Eva Steinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakona Hafnarfjarðar 2019 og Anton Sveinn McKee, sundkarl úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019. Afrekslið Hafnarfjarðar árið 2019 er meistaraflokkur kvenna og karla hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar sem á árinu urðu bikarmeistarar bæði karla og kvenna í 1. og 2. deild Sundsambands Íslands. Mikill fjöldi sundfólks innan liðsins urðu margfaldir Íslandsmeistarar og tóku þátt í fjölda alþjóðlegra móta með góðum árangri.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í dag fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2019. Rúmlega 300 einstaklingum, sem hafa á árinu 2019 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði, var veitt viðurkenning á hátíðinni ásamt viðurkenningum til bikarmeistara og þeirra sem náð hafa alþjóðlegum titlum. Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær úthlutuðu á hátíðinni 20 milljónum króna úr sjóði sem ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára.

Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona er íþróttakona Hafnarfjarðar 2019

Þórdís Eva Steinarsdóttir er frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og varð margfaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari með liði FH á árinu. Á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sigraði hún í 400 m hlaupi og 4×400 m boðhlaupi og varð Norðurlandameistari í 4×400 m boðhlaupi U20 á nýju Íslandsmeti. Þórdís Eva var í boðhlaupssveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4×200 m boðhlaupi innanhúss og náði góðum árangri á alþjóðlegum mótum á árinu.

Anton Sveinn McKee sundkarl er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019

Anton Sveinn, sundkarl  úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og sundkarl Sundsambands Íslands, varð margfaldur Íslandsmeistari á árinu. Hann vann fjögur gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi og setti tvö Íslandsmet. Á HM í júlí náði hann Ólympíulágmarki í 200 m bringusundi í 50m laug  og bætti þrjú Íslandsmet. Á EM í desember setti hann sjö Íslandsmet í 25 m laug, eitt Norðurlandamet og jafnaði annað. Anton Sveinn komst í úrslit í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum og náði best 4. sæti í 200 m bringusundi, auk þess að setja eitt landsmet í boðsundi með karlaboðsundsveit Íslands.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar með Þórdísi Evu Steinsdóttur íþróttakonu Hafnarfjarðar 2019 og Antoni Sveini McKee íþróttakarli Hafnarfjarðar 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“