fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Lögreglan varar við kaup­um á klippi­kort­um frá Löðri – „Ekki kaupa köttinn í sekknum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. desember 2019 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var­ar við því að fólk kaupi klippi­kort frá bílaþvotta­stöðinni Löðri við Fiskislóð í Reykja­vík af öðrum en fyr­ir­tæk­inu sjálfu. Á dögunum var brotist inn í bílaþvottastöðina og hafði aðili á brott með sér verðmætaskáp sem í var lausafé, en auk þess var nokkur fjöldi af 12 skipta klippikortum.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að um ónúmeruð klippikort séu að ræða og hafa starfsmenn Löðurs yfirsýn yfir seld kort og óseld kort.

„Ef fólk vill ekki kaupa köttinn í sekknum er fólki bent á að versla aðeins slíkt kort beint af starfsfólki Löðurs. Öll kort á válistanum hafa verið gerð ógild,“ segir í tilkynningunni.

Ef einhver kann að hafa upplýsingar um innbrotið eða verið boðin þvottakort frá Löðri til kaups, er viðkomandi beðinn um að senda lögreglu upplýsingar í netfangið 0234@lrh.is eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Í gær

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú