fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Flug­eld­um fyr­ir millj­ón­ir stolið af Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. desember 2019 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir jóla­hátíðina var brot­ist inn hjá Hjálp­ar­sveit skáta í Kópa­vogi og töluverðu magni af flug­eld­um stolið. Í tilkynningu frá björgunarsveitinni segir að söluverðmæti þessara flugelda hefði verið um tvær milljónir króna og því ljóst að um mikið tekjutap er að ræða fyrir sveitina.

Flugeldunum sem var stolið eru stórar tertur, þar af margar sérmerktar Hjálparsveit skáta í Kópavogi, svokölluð afmælisterta sveitarinnar, sem var keypt inn í takmörkuðu magni.

„Tjónið er ekki síður tilfinningalegt fyrir meðlimi sveitarinnar sem hafa unnið hörðum höndum allan desembermánuð í sjálfboðavinnu að undirbúningi flugeldasölunnar. Það var svo á aðfangadag sem síðasti mannskapur yfirgaf húsið eftir leit við erfiðar aðstæður á suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.

„Þegar komið var að í dag kom þjófnaðurinn í ljós og biðjum við alla þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum