fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

370 kynferðisbrot tilkynnt lögreglu árið 2018- Aldrei fleiri ofbeldisbrot

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. desember 2019 10:57

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út skýrsluna Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2018. Þar er greint frá tíðni afbrota á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að halda árlega skrá yfir afbrot í umdæminu og mæla þróun afbrotatíðni milli ára.

Í skýrslunni í ár kemur fram að á árinu 2018 bárust lögreglu alls 9.597 tilkynningar um hegningarlagabrot. Þetta er lítils háttar fjölgun frá árinu 2017, eða um 3 prósent.

Mikil fjölgun umferðarlagabrota átti sér stað, alls voru skráð tæplega 45 þúsund umferðarlagabrot, en það er mesti fjöldi slíkra brota frá upphafi samræmdar skráningar fyrir tuttugu árum síðan.

Um helmingur tilkynntra brota voru auðgunarbrot.

Hins vegar fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum umtalsvert milli ára, eða um 23 prósent. Alls bárust 370 tilkynningar um kynferðisbrot, Um það bil helmingur tilkynntra kynferðisbrota var vegna nauðgana. eða 181 tilkynning. Það eru um 30 prósent fleiri tilkynnt  tilvik heldur en árið 2017.

Lögreglu bárust alls 1.328 tilkynningar um ofbeldisbrot. Í skýrslunni segir :

„en ekki hafa jafn margar tilkynningar borist á einu ári frá því að samræmdar skráningar hófust árið 1999″

Er þessi fjölgun talin tengjast breyttu verklagi í heimilisofbeldismálum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“