fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Ók undir áhrifum með barn í bifreiðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. desember 2019 09:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108. Annar ökumaðurinn, kona er grunuð um ölvun við akstur.  Konan var með ungt barn sitt í bifreiðinni og var að brjóstfæða barnið er lögregla kom á vettvang.  Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn máls og kom faðir barnsins  á vettvang og sótti barnið.  Tilkynning send til Barnaverndar.

Á tíunda tímanum voru aðilar handteknir á heimili í hverfi 101.  Fólkið er grunað um vörslu fíkniefna og brot á vopna- og lyfjalögum.  Fólkið var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ofurölvi maður handtekinn á bar í hverfi 101 eftir miðnætti.  Maðurinn er grunaður um brot á lögreglusamþykkt og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Afskipti voru höfð af konu á bar í hverfi 101. Konan vildi ekki yfirgefa staðinn og var vísað út.  Þegar lögreglukona var að rétta konunni veski hennar og yfirhöfn þá sparkaði konan í lögreglukonuna.  Konan var handtekinn og færð á lögreglustöð en látin laus að lokum viðræðum.

Á fjórða tímanum var tilkynnt líkamsárás við bar í hverfi 101.  Maður kemur úr leigubifreið,  ræðst á tvo menn sem þar voru og lemur þá með flösku.  Árásarmaðurinn náði að hlaupa á brott.  Ekki er vitað um meiðsl árásarþola.

Tilkynnt var einnig um innbrot, heimili í hverfi 101.  Spenntur upp gluggi og farið inn en talið að viðkomandi hafi forðað sér þegar innbrotskerfi fór í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“