Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108. Annar ökumaðurinn, kona er grunuð um ölvun við akstur. Konan var með ungt barn sitt í bifreiðinni og var að brjóstfæða barnið er lögregla kom á vettvang. Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn máls og kom faðir barnsins á vettvang og sótti barnið. Tilkynning send til Barnaverndar.
Á tíunda tímanum voru aðilar handteknir á heimili í hverfi 101. Fólkið er grunað um vörslu fíkniefna og brot á vopna- og lyfjalögum. Fólkið var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Ofurölvi maður handtekinn á bar í hverfi 101 eftir miðnætti. Maðurinn er grunaður um brot á lögreglusamþykkt og var vistaður í fangageymslu lögreglu. Afskipti voru höfð af konu á bar í hverfi 101. Konan vildi ekki yfirgefa staðinn og var vísað út. Þegar lögreglukona var að rétta konunni veski hennar og yfirhöfn þá sparkaði konan í lögreglukonuna. Konan var handtekinn og færð á lögreglustöð en látin laus að lokum viðræðum.
Á fjórða tímanum var tilkynnt líkamsárás við bar í hverfi 101. Maður kemur úr leigubifreið, ræðst á tvo menn sem þar voru og lemur þá með flösku. Árásarmaðurinn náði að hlaupa á brott. Ekki er vitað um meiðsl árásarþola.
Tilkynnt var einnig um innbrot, heimili í hverfi 101. Spenntur upp gluggi og farið inn en talið að viðkomandi hafi forðað sér þegar innbrotskerfi fór í gang.