fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Reynir segir frá döprum jólum á sjó fjarri fjölskyldu – Túrinn byrjaði með dauðsfalli: „Bátsmaðurinn fékk áfall“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. desember 2019 19:00

Reynir Traustason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, fjölmiðlamaður og farastjóri, mun þetta árið í annað sinn á lífsleiðinni eyða jólunum fjarri stórfjölskyldu sinni. Fyrri jólin sem hann eyddi fjarri sínum nánustu voru þegar hann var á sjó og fór í túr skömmu fyrir jól. Frá þessu greinir hann í færslu á Facebook

„Ég hef aðeins einu sinni á ævinni eytt jólum fjarri fjölskyldu. Þá fór ég túr á togara. Byrjunin lofaði ekki góðu því það varð dauðsfall um borð.“

Reynir segir að jólin á togaranum hafi verið undarleg, jafnvel óraunveruleg.

„Eina tilbreytingin var sú að veiðarfærin voru ekki í sjó um sexleytið þegar jólin voru hringd inn í landi. Á Halamiðum var engin jól að sjá, aðeins glottandi máni sem gægðist á milli skýja. Inni í borðsal sat öll áhöfnin og raðaði í sig hamborgarhrygg og tilheyrandi. Gárungi af stýrimannsvaktinni sprengdi kínverja undir veisluborðinu þar sem döpur áhöfn í hafsauga var á valdi minninga um liðin jól og félaga sem var fallinn frá. Bátsmaðurinn fékk áfall við sprenginguna og var í koju næstu sólarhringana.“

Reynir segir það marg kveðna vísu í fjölmiðlum í aðdraganda jóla að fólk þyrfi að staldra við og njóta. 

„Helsta klisja fjölmiðla á aðventu er að fólk eigi að staldra við og njóta í stað þess að þeytast um í leit að jólaandanum. Fæstir hlusta á hollráðasíbyljuna. Nú eru runnin upp önnur jólin á lífsleiðinni sem ég verð fjarri stórfjölskyldunni. Að þessu sinni er það þó ekki togari. Það verður heldur ekkert stress en það varður bæði notið og þotið. En, eins og á sjónum í gamla daga, verða engin spariföt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”