fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Margir einmana á Íslandi um jólin – Samfélagsmiðlar geta ýtt þar undir : „Hver maður dafnar við hjartayl og kærleika“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 21. desember 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lítið jólatré, einmana og yfirgefið eins og ég,“ segir í vinsælu íslenskuðu jólalagi. Í leiðara sínum í nýjasta helgarblaði Fréttablaðsins vekur Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, athygli á því að líkt og í laginu þá séu margir einmana á jólunum.

„Einmanaleiki er ekki það sama og vera einn. Við erum öll ein með sjálfum okkur. Öll finnum við fyrir einmanaleika einhvern tímann en það er ekki fyrr en okkur finnst við vera föst í einmanaleika sem hann verður að vandamáli. Einmanaleiki einkennist af depurð yfir því að vera einn og afskiptur og hefur bæði áhrif á andleg og líkamlega heilsu“

Davíð bendir á að í Bretlandi er farið að tala um einmanaleika sem lýðheilsufaraldur sem auki líkur á hrörnun, innlögn á hjúkrunarheimili og hærri dánartíðni. Rannsóknir hafi sýnt að einmanaleiki geti haft verri áhrif á líkamlega heilsu manna heldur en tóbaksreykingar.

„Það er á hátíðum eins og jólum sem við tengjum við fjölskyldu og vini sem menn finna til einmanaleikans.“

Í Bretlandi sé áhersla lögð á að aldraðir einangrist ekki félagslega og hvatt samfélagið til að styðja betur við eldra fólkið sitt. Hér á íslandi hafi farið fram mælingar á einmanaleikann og töldu þá menn að líkt og í Bretlandi, væru það eldri borgarar sem helst upplifðu einmanaleika. En annað kom þó á daginn.

Það reyndist vera unga fólkið okkar, á aldrinum 18-24 ára sem helst finnur til einmanaleika á Íslandi.

„Þar greina menn mun meiri tilfinningalegan einmanaleika. Strákar upplifi meiri einmanaleika en stelpur og séu minna hamingjusamir að staðaldri. Þeir séu auk þess jafn miklar tilfinningaverur og stelpur en eigi erfitt með að sýna það og einangrist frekar tilfinningalega.“

Samfélagsmiðlar geta þar spilað stórt hlutverk.

„Flest berum við okkur stöðugt saman við aðra, meðvitað og ómeðvitað, og á þetta ekki síst við um ungt fólk. Í gegnum samfélagsmiðla er byggð glansmynd af lífi annarra. Það getur ýtt undir einmanaleika þegar fábrotið líf er borið saman við að því er virðist skemmtilegt og ríkulegt líf annarra“

Að lokum hvetur Davíð Íslendinga til að huga vel að náunganum um jólin.

„Hver maður dafnar við hjartayl og kærleika. Það er mikilvægt að umvefja sig og aðra hlýju og væntumþykju. Um jólin finna margir til einmanaleika. Hugum við að öðrum, fjölskyldu, vinum og nágrönnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum