fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Hættum að skoða auglýsingabæklinginn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. desember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú finnur ekki betri tíma fyrir hápunkt neyslu- og efnishyggjunnar en í desembermánuði ár hvert, enda flokkast jólin út af fyrir sig sem ein stór söluvara. Meira að segja jólasveinninn sjálfur í sínu nútímaformi spratt upp úr auglýsingaherferð fyrir gosdrykk á fjórða áratugnum.

Hátíðirnar selja, enn fremur er það leitin að hamingjunni sem rokselur og birtingarmynd hennar og togstreita um samfélagslega stöðu fólks er aldrei meira áberandi en rétt fyrir árslok þegar Last Christmas er komið í spilun nánast í þúsundasta skipti.

Stundum geta jólin verið hin yndislegustu. Svarthöfða finnst gaman að taka sér hátíðarfrí frá Helstirninu um mitt skammdegið og henda tánum í loftið. Það kannast trúlega allir við ímyndina sem tengja má við póstkort og auglýsingabæklinga; myndarleg fjölskylda situr eða kúrir saman, jafnvel í sófa með sparibrosin, arineldinn í augsýn og sennilega ein ljót jólapeysa eða tvær.

Staðreyndin er aftur á móti sú að aðdragandi jóla getur breytt fólki og sérstaklega börnum í algjör skrímsli. Í nútímaheimi eru jólin ranglega bendluð við Jesú og almættið svokallaða. Flest okkar eru orðin trúlaus og höldum við í hátíðarhefðirnar af vana frekar en að þær séu tákn ljóss, umhyggju og góðra gilda.

Sölu- og sýndarmennska jólanna er þannig uppsett að flest fólk finnur fyrir þörf til að tengja hátíðirnar við glæsta hamingju, sem getur verið til mikils ætlast þegar annar hver Íslendingur glímir við þunglyndi af einhverju tagi þegar dagsljósið kemur og fer eins og jólasveinn í miðri vinnutörn. Margir hræðast það jafnvel að vera aleinir yfir hátíðirnar og þarf þá stoppa þessa hugsun í fæðingu.

Margir hafa ekki efni á því að halda upp á jólin, eða gefa uppáhaldsfrænku sinni gjöf eða neyðast til að hlaða í heimagerðar jólagjafir handa afkvæmum frekar en rafknúna leikfangið sem kostar fúlgu fjár en veitir skammtímaánægju í miðjum usla.

Að mati Svarthöfða getur þessi stöðuga leit að hamingju í kringum hátíðirnar verið streituvaldur á tíma sem er nógu átakanlegur fyrir, þegar nægja ætti að anda, vera og huga að samverunni án alls glingursins – þótt glingrið fegri vissulega ljósmyndirnar og sjálfurnar. Viðleitnin til að breyta heimilinu í auglýsingabæklinginn skapar ákveðna fullkomnunaráráttu sem aldrei verður að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum