fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Gjafmilt starfsfólk: „Sjá margir í þessum hópum ekki fram á að geta haldið jól yfirhöfuð eða með lítilli reisn“

Auður Ösp
Laugardaginn 21. desember 2019 15:00

Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk Isavia ákvað að bregða út af vananum þetta árið með því að sleppa að gefa hvert öðru jólagjafir, og láta í stað andvirði gjafanna renna til góðs málefnis.

Fjölskylduhjálp Íslands sér fram á erfið jól í ár en í tilkynningu á vef samtakanna segir að fjármunir séu af skornum skammti, styrkir frá hinu opinbera dugi skammt og ásóknin þessi jól eftir matvælaaðstoð sé mun meiri en búist var við.

„Jólin nálgast óðfluga og sjá margir í þessum hópum ekki fram á að geta haldið jól yfirhöfuð eða með lítilli reisn. Í fyrra aðstoðuðum við um 2.000 manns fyrir jólin og er ekki búist við færri í ár miðað við fyrirspurnir til okkar sem hófust óvenju snemma í ár.

Fjármagn er hins vegar takmarkað, og því miður sjáum við fram á að þurfa að setja þak á hversu marga við getum aðstoðað í ár, nema samfélagið okkar taki höndum saman og leggi verkefninu lið.“

„Þetta var frábært framtak hjá starfsmönnum okkar hjá Isavia,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við DV.

„Um 60 starfsmenn á tveimur vöktum sem sinna öryggisleit starfsmanna og öryggisleit í bifreiðum á gátstöðvum við Keflavíkurflugvöll hafa haft þann sið að skiptast á gjöfum í leynijólasveinaleik (secret santa) fyrir jólin. Þetta árið tóku þessir starfsmenn ákvörðun um að láta peninginn, sem annars færi í gjafakaup, renna til góðs málefnis.

Sú upphæð sem safnaðist, rúmlega 200 þúsund krónur, fóru til Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ en á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra af starfsmönnum Isavia ásamt Ingu Birnu Kristinsdóttur hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ.

„Hér er um flott framtak að ræða hjá öflugu starfsfólki okkar,“ segir Guðjón jafnframt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”