fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Landsbjörg fær 15 milljónir króna frá ríkinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2019 12:35

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu.

„Í því aftakaveðri sem gekk yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn og þeim erfiðu aðstæðum sem þá sköpuðust, með ófærð, rafmagnsleysi, fjarskiptatruflunum og eignatjóni sýndu björgunarsveitir landsins enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægar þær eru öryggi landsmanna og hversu óeigingjarnt starf sjálfboðaliðar þeirra vinna, oft og tíðum við erfiðustu aðstæður,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.  Er styrkurinn veittur í viðurkenningar- og virðingarskyni við starfsemi björgunarsveitanna og til að efla áframhaldandi starf þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Í gær

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021