fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg þarf að borga fjölskyldu 8 milljónir vegna aðgerða Barnaverndar – Voru ranglega sökuð um að hrista barnið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 13:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu hafa verið dæmdar samtals átta milljónir í skaðabætur en foreldrarnir voru ranglega grunaðir um að hrista barn sitt (baby shaken syndrome) og var barnið um tíma vistað utan heimilis þeirra vegna þessara grunsemda.

Þegar farið var með níu mánaða son hjóna til læknis vegna veikinda og óhapps var hann talinn vera með einkenni sem gætu verið afleiðingar þess að hafa verið hristur. Var Barnavernd Reykjavíkur látin vita af grun um heilkenni ungbarnahristings. Þetta var þó engan veginn einhlítt mat lækna og síðar koma mat frá lækni sem taldi drenginn ekki hafa verið hristan með óeðlilegum hætti.

Tæpu ári eftir tilkynninguna hætti lögregla rannsókn málsins sem taldist ekki líklegt til sakfellingar.

Drengurinn var tekinn af heimilinu og vistaður á fósturheimili í fjóra mánuði.

Fjölskyldan höfðaði skaðabótarmál á Reykjavíkurborg á grundvelli þess skaða sem hún telur sig hafa orðið fyrir, meðal annars vegna aðskilnaðar frá barninu og þess mannorðsmissis sem málið hafði í för með sér.

Dómari taldi Barnaverndarnefnt bera ábygð á varanlegu tjóni sem fjölskyldan varð fyrir vegna málsins. Voru fjölskyldunni dæmdar samtals 8 milljónir í skaðabætur, þar sem 2 milljónir renna til móður, sama upphæð til föður, og börn hjónanna tvö, fá hvort um sig  2 milljónir.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum