Maðurinn sem grunaður er um aðild að andláti manns í Grafarholti fyrr í þessum mánuði hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 16. janúar næstkomandi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Maðurinn, sem er um fimmtugt, var úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald þann 9. desember síðastliðinn. Hinn látni var á sextugsaldri en hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti þann 8. desember. Fimm karlmenn voru upphaflega handteknir í tengslum við málið en fjórum var sleppt fljótlega.