fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Tveggja ára íslenskur drengur berst fyrir lífi sínu um jólin: Foreldrarnir óska þess að drengurinn þeirra fái nýtt hjarta í jólagjöf

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Árni Ólafsson, tveggja ára íslenskur drengur, fæddist með Barth heilkenni, en það er mjög sjaldgæfur hjartasjúkdómur. Þessa stundina berst hann fyrir lífi sínu á barnaspítala í Svíþjóð en hann þarf nýtt hjarta svo hann geti lifað af. Foreldrarnir óska þess að drengurinn þeirra fái nýtt hjarta í jólagjöf. Hjartað verður að vera úr öðru barni en foreldrunum finnst það vera erfið tilhugsun.

Rúnar var greindur með Barth heilkennið þegar hann var einungis þriggja mánaða og var hann alltaf undir miklu eftirliti á barnaspítalanum. Barth heilkennið er afar sjaldgæfur sjúkdómur en einungis tvö hundruð manns í heiminum eru með hann. Rúnar er eini Íslendingurinn sem greindur hefur verið með heilkennið. Barth heilkennið er einnig arfgengt en móðir hans og amma eru arfberar án þess að hafa vitað af því. Sjúkdómurinn leggst nefnilega einungis á karlmenn.

Fyrir þremur mánuðum síðan fór hjarta Rúnars að gefa sig og í kjölfarið var hann sendur um miðja nótt með sjúkraflugi til Gautaborgar ásamt fjölskyldu sinni. „Hjartað var nánast hætt að virka hjá honum,“ segir Ólafur Ólafsson, faðir Rúnars, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 en fjallað var um málið í kvöldfréttum stöðvarinnar. „Við greindum varla hreyfingu þannig við hefðum ekki mátt koma seinna hingað út.“

„Við komum bara hingað og hann fór bara beint í meðhöndlun hér hjá læknum,“ segir Vigdís Björk Ásgeirsdóttir, móðir Rúnars, en hún segir Rúnar hafa fengið dren í líkamann, en auk þess fékk hann vélar í hjartað til að hjálpa honum að láta það slá.

Í Gautaborg kom það í ljós að Rúnar þarf nýtt hjarta svo hann geti lifað. Hann hefur farið í níu aðgerðir í Svíþjóð og er hann því ekki í standi til að geta tekið við líffæri. Rúnar fékk síðan heilablóðfall í byrjun desember. „Hann er samt alveg að koma til baka og þeir telja að þetta gangi alveg til baka,“ segir Vigdís en bætir við að Rúnar sé betri núna en hann hefur verið undanfarna mánuði. Nú bíður fjölskyldan í örvæntingu sinni eftir nýju hjarta. „Það var búið að segja við okkur að við gætum beðið í einn dag eða eitt ár. Við verðum bara að vona ef það kemur hjarta frá Íslandi eða Svíþjóð þá eigi hann mikla möguleika,“

Tíminn er naumur

Eins og áður segir þarf hjartað að koma úr öðru barni. „Það má ekki vera meira en 20 kíló barnið,“ segir Vigdís en til að Rúnar geti fengið hjarta þarf annað barn að deyja. Foreldrarnir segja að þau reyni að hugsa sem minnst um það en Rúnar er í forgangi að fá hjarta, komi það frá Svíþjóð eða Íslandi. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu að barnið okkar sé eiginlega að fara og ég vildi ekki óska neinum að upplifa það. Við gætum ekki hugsað svoleiðis. Við hugsum bara um drenginn okkar, við getum ekkert annað,“ segir Ólafur.

Rúnar og fjölskylda hans munu eyða jólunum á gjörgæsludeildinni í Svíþjóð en þau segjast vera í góðum höndum þar. Þau óska þess að Rúnar fái nýtt hjarta í jólagjöf. „Það er ekkert annað sem er hægt að gera, hann verður bara að fá hjarta. Það er bara biðin núna,“ segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum