fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Kristján hafði verið tekinn úr kennslu vegna óreglu – Nemendur höfðu áhyggjur af honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur Félagsvísindasvið Háskóla Íslands tekið lektorinn Kristján úr kennslu fyrir nokkru. Kristján er lektor við Lagadeild háskólans sem fellur undir Félagsvísindasvið. Kristján mun hafa verið tekinn úr kennslu fyrir að mæta illa auk þess sem grunur var um vafasamt líferni, drykkju og fíkniefnaneyslu.

Samkvæmt sömu heimildum höfðu nemendur lýst yfir áhyggjum af ástandi Kristjáns sem oft mætti ekki til kennslu. Hins vegar er talið að hvorki nemendur Kristjáns né starfsmenn Félagsvísindasviðs hafi vitað um það sem hefur verið í gangi á heimili lektorsins og rakið er í frétt DV fyrr í dag. Er hann talinn hafa boðið unglingsstúlkum fíkniefni gegn kynlífi og um tíma verið með erlendar vændiskonur á heimili sínu. Þá er ekki langt síðan  lögreglan var kölluð að heimili Kristjáns vegna ungrar stúlku sem hafði tekið of stóran skammt af fíkniefnum og var í lífshættu, og sjálfur hefur Kristján verið rændur og frelsissviptur af gesti í partýi hjá sér. Nágrannar Kristjáns hafa margoft hringt á lögreglu vegna partýhávaða frá heimili lektorsins.

DV hermir enn fremur að ferlið gagnvart Kristjáni hjá Félagsvísindasviði hafi ekki verið komið það langt að búið væri að segja honum upp störfum. Hann heldur enn titlinum og launum en hefur ekki fengið að kenna undanfarið. Einn viðmælandi DV, sem starfar við skólann, telur líklegt að frétt DV sem afhjúpar líferni lektorsins og hvað gengið hefur á heima hjá honum verði til að flýta því að honum verði endanlega sagt upp störfum.

Sjá einnig:

Lektor við HÍ með unglingapartí í Vesturbænum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum