fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Gómaður með barnaklám í símanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður var dæmdur í fimm mánaða mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 12. desember, fyrir langan lista af afbrotum, þar á meðal fyrir vörslu barnakláms. Athygli vekur hvað dómurinn er vægur miðað við hvað maðurinn var sakfelldur fyrir mörg afbrot en dóminn má lesa hér.

Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, er meðal annars sakfelldur fyrir að hafa haft í sinni vörslu „á Iphone farsíma (raðnúmer […]), eitt myndskeið sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, en farsíminn var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli,“ eins og segir í dómnum. Atvikið átti sér stað 22. janúar árið 2018.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir bílþjófnað, eignspjöll, þjófnað á vespu, fyrir að hafa stolið peningum úr spilakössum og margt fleira. Sum af þessum brotum framdi maðurinn í félagi við tvo aðra menn og var réttað yfir þeim saman.

Maðurinn með barnaklámð var sem fyrr segir dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu