fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Frosti segir það þyngra en tárum taki að Geiri hafi látist rétt fyrir jólin – „Tapaði orrustunni á sunnudaginn síðasta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í morgun þá er Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm látinn. Meðal þeirra sem minnast Geira er fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason sem birti færslu um hann á Facebook-síðu sinni.

„Elsku Geiri, greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og tapaði orrustunni á sunnudaginn síðasta. Rétt fyrir jól. Ofboðslega sorglegt.“

„Þessi góði drengur var alveg magnaður músíkant og yndisleg manneskja.“

Frosti segir baráttu Geira við Krabbamein og andlát hans afskaplega sorglegt. Í færslu sinni minnist Frosti þess er hann fékk Geira til að grípa gítarinn á ný.

„Við vorum svo stoltir strákarnir á Xinu árið 2012 þegar við fengum hann til að dusta rykið af gítarnum og stíga aftur á svið eftir margra ára hlé. Við komum honum í samband við hljómsveitina Kiriyama Family og þeir æfðu saman upp nokkurra laga prógram sem þeir svo spiluðu á tónleikum okkar á Menningarnótt það árið. Öll bestu lögin hans Geira.“

„Geiri var þvílíkt glaður með þetta og var auðvitað yfir sig hrifin af meðleikurum sínum sem voru eins og hann, allt stórkostlegir tónlistarmenn. Hann hrósaði þeim þvílíkt og var sjálfur hógværðin uppmáluð.“

Að lokum sendir Frosti fallega kveðju til Geira, fjölskyldu hans og vina.

„Hvíl í friði elsku Geiri minn og góða ferð til hunangstunglsins. Ástarkveðjur til fjölskyldu hans og vina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu