fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Staurblankur og svangur í Reykjavík á aðventunni: Fyrrverandi kærastan steypti honum í skuldir eftir sambandsslitin

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 16. desember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður leitaði aðstoðar á íslenska svæðinu á samfélagsmiðlinum Reddit fyrr í dag. Maðurinn er illa staddur fjárhagslega eftir að hann hætti í sambandi.

Maðurinn kemur frá Bandaríkjunum en vinnur nú í Reykjavík. „Ég er fyrst núna að fatta að ég tók verstu ákvörðun sem ég hef gert á lífsleiðinni,“ segir maðurinn í færslunni sem hann deildi á Reddit. „Nú geri ég mitt besta til að lifa af. Ég hef einungis búið hér í nokkrar vikur en ég er ofurliði borinn og farinn að missa alla von.“

Hann útskýrir sögu sína nánar en hann hætti nýlega í langtíma sambandi og þurfti á nýrri byrjun að halda. „Ég byrjaði að leita að atvinnumöguleikum hérna fyrir um 6 mánuðum og fann vinnu sem hæfði mínu sérsviði.“ Hann seldi bílinn sinn, allt sem hann átti og tók allan sparnaðinn sinn með sér þegar hann flutti. Hann kom sér fyrir í nýju íbúðinni sinni og byrjaði að vinna.

„Það gekk allt nokkuð vel en fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá frá bankanum mínum. Þar kom fram að ég væri kominn með yfirdrátt en ég vissi ekki af hverju,“ segir maðurinn en eftir að hann skoðaði yfirlitið hjá sér komst hann að því að einhver hafði verið að nota kortið hans til að kaupa fullt af hlutum á netinu. „Eftir nánari skoðun komst ég að því að það var fyrrverandi kærastan mín sem var að gera þetta.“

Maðurinn hættti með henni vegna þess að hún var orðin háð verkjalyfjum sem hún hafði notað eftir að hún lenti í bílslysi í fyrra en hún vildi ekki leita sér aðstoðar. „Ég ólst upp með fíkli og vissi þess vegna að ef hún vildi ekki leita sér aðstoðar þá gæti enginn neytt hana til þess að gera það, hlutirnir myndu bara versna við það.“ Þegar fyrrverandi kærastan hans stal gömlu úri sem hann átti og seldi það fékk hann nóg. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að breyta hlutum eins og kortanúmerinu mínu en ég vissi ekki að hún hafði tekið myndir af báðum hliðum kortsins.“

„Ég hafði samband við bankann og lögregluna eftir að ég fékk hana til að játa að hún hafði gert þetta. Ég gat ekki leyft henni að komastt upp með þetta,“ segir maðurinn en bankinn sagði að það tæki um 10 daga að endurheimta peninginn. „Nú er ég staurblankur og hef ekki borðað matarbita síðan um föstudagsmorguninn. Ég sé ekki fram á að ég muni fá neinn pening fyrr en í fyrsta lagi eftir viku.“

Hann spurði vinnuveitandann sinn hvort hann gæti fengið greitt fyrirfram en fékk neitun. Þá hafði hann samband við pabba sinn en hann vildi ekki gefa honum pening fyrir mat þar sem hann var á móti því að sonur sinn flutti til Íslands.

Maðurinn endar færsluna á því að biðja um hjálp. „Ég hef enga hugmynd um það hvað ég á að gera. Það hljóta að vera einhver samtök sem geta hjálpað mér,“ segir hann. „Vitiði hvað ég get gert? Hvert ætti ég að fara?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum