fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Fékk ekki að hefja starfsnám lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún tekur kvíðalyf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2019 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglukonan Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið þau skilaboð frá Háskólanum á Akureyri að hún sé vanhæf til að halda áfram námi sínu í lögreglufræðum vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið Sertral. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Ólafía segir nám sitt hafa gengið vel og hún hafi sinnt því meðfram fullu starfi sem lögreglumaður. Trúnaðarlæknir tjáði henni hins vegar að inntaka kvíðalyfsins gerði hana ófæra um áframhaldandi nám í faginu. Málið var tekið fyrir í valnefnd skólans og komst hún að sömu niðurstöðu.

Þrátt fyrir þetta starfar Ólafía áfram sem lögreglumaður en hún hefur árangurslaust kallað eftir skriflegum rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.

Hún segir við Fréttablaðið:

„Ég hef að mínu mati mætt miklum dóna­skap frá þeim sem fara fyrir þessu og fengið ó­fag­mann­leg svör við spurningum mínum. Ég get ekki trúað því að þetta sé virki­lega það sem koma skal innan lög­reglu­fræðinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð