fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Gunnar saknar mannsins sem hann varð að bana

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2019 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem hefur játað að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana, segist á Facebook-síðu sinni sakna Gísla gífurlega. Hann birtir þar mynd af þeim báðum frá síðustu öld og skrifar:

„Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu mikið ég sakna þín, ég elska þig alltaf elsku bróðir minn.“

Gunnar Jóhann lokaði Facebook-aðgangi sínum eftir morðið en virðist hafa opnað aftur á aðganginn í haust. Gunnar Jóhann hefur neitað því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og segir atburðinn hafa verið slys.

Samkvæmt nýjustu fregnum af gangi mála í Noregi þá var réttarhöldum frestað en það stóð til að aðalmeðferð myndi hefjast þann 2. desember næstkomandi. Nú er talið líklegast að réttað verði í málinu í febrúar.

Gunnar Jóhann  neitar því að hafa komið að heimili Gísla Þórs með þann ásetning í huga að verða honum að bana. Hann á að baki langan sakaferil á Íslandi og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun og ofbeldisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð