fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Guðmundur opnaði bar á Spáni og þá hrundi allt: „Það er ekki auðvelt að fara í fangelsi“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 16. desember 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, var í viðtali í útvarpsþættinum Sunnudagsögur á Rás 2 í gær. Í þættinum sagði Guðmundur frá lífi sínu, til dæmis þegar hann flutti til Spánar og opnaði bar á Benedorm.

„Þar fór líf mitt ekki eins og að það átti að fara, allavega á því tímabili. Ég byrjaði í neyslu þar.“

Áður en Guðmundur byrjaði sjálfur að neyta fíkniefna segist hann hafa gríðarlega andvígur þeim, en þegar hann flutti til Spánar þá hafi hann tekið ákvörðun um að prófa þau.

„Upp frá þessu fyrsta skipti þá var bara ekki aftur snúið. Ég var ekki þessi týpa sem gat fengið mér einu sinni, eða aðra hverja helgi, heldur var ég bara í þessum efnum, daglega.“

„Ég hef verið svona öfgamaður í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur og kannski var neyslan einhver hluti af því. Það var bara eitt skipti og það varð til þess að maður bara hætti ekki.“

Guðmundur segist svo hafa flutt til Íslands eftir nokkur ár á Spáni og í kjölfarið hafi hann verið handtekinn fyrir innflutning á fíkniefnum.

„Þetta er ákveðið framhald á neyslunni, þú þarft að viðhalda neyslunni og eiga efni á henni.“

Guðmundur var handtekinn á veitingastað í Hafnarfirði, en þá hafði málið verið í rannsókn í einhvern tíma. Hann var svo leiddur fyrir dómara og síðan fluttur á Litla Hraun.

„Það er ekki auðvelt að fara í fangelsi. Það að fara í fangelsi er áfall útaf fyrir sig. Flestir sem eru í fangelsi eru með áfallasögu.“

Líkt og áður segir þá er Guðmundur formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, í dag. Hann er þó ekki laus allra mála, en hann gengur ennþá með ökklaband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð