fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Brynjar segir Bubba dreifa skít – „Þegar menn verða rökþrota þá fara þeir í manninn en ekki boltann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2019 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörð deila um áfengismál, sem þar að auki er orðin persónuleg, hefur sprottið upp á milli þeirra Brynjars Níelssonar þingmanns og tónlistarmannsins Bubba Morthens. Umræðan byrjar á raunar sakleysislegri færslu Brynjars á Facebook þar sem hann greinir frá því að honum hafi verið boðið í tiltekið samkvæmi. Þó er pólistískur broddur í færslunni sem kemur orðaskakinu af stað:

„Mér var boðið í samkvæmi í gær, sem gerist núorðið mjög sjaldan – eiginlega bara þegar ég næ að smygla mér inn sem maki. Á boðstólum var bjór, sem var óþekkt vara á Íslandi þar til ég varð þrítugur – þökk sé íslenskum vinstri mönnum. Ég veit ekki hvernig ég á að lesa í þetta en þegar öllum var boðið besti bjórinn frá Tuborg var mér gefinn íslenskur bjór sem ber nafnið Leiðindaskjóða. Vil taka það fram við vini mína á Neytendastofu að þetta er saga en ekki dulin auglýsing.“

Bubbi spyr Brynjar í ummælum undir færslunni hvort aukin drykkja sé hægri mönnum að kenna. Brynjar er ekki í vandræðum með að svara því:

„Nei, betri drykkjumenning er hægri mönnum að þakka, Bubbi.“

Þá spyr Bubbi:

„Eru þá biðlistar á geðdeild og meðferðarstofnun hægri mönnum eða vinstri mönnum að kenna eða guði að kenna? Er að spyrja fyrir óvin“

Brynjar spyr þá Bubba hvort þeir biðlistar séu bjórnum að kenna og bætir við hæðnislega að við vitum að drykkja sé öðrum en drykkjumanninum að kenna.

Bubbi hleður nú í hvasst tilsvar:

„Aukið aðgengi að fíkniefnum áfengi er þar á meðal sem og allt hitt draslið mun skila okkur auknum vandamálum en gleðileg jól og áfram KR.“

Segir Bubba glamra á gítar og dreifa skít á meðan duglegt fólk vinni fyrir heiðurslaununum hans

Þá segir Brynjar að mikið hljóti aðrar þjóðir að vera illa farnar. Hann þori varla út fyrir landsteinana. Bubbi tekur meint arðrán hægri manna inn í umræðuna og Brynjar notar það tækifæri til að minna á að Bubbi er nýkominn á heiðurslaun listamanna:

„Gott að þú komst arðráninu og auðvaldinu inn í þessa umræðu, Bubbi. Líf þitt er auðvitað miklu einfaldara eftir að skattgreiðendur tóku að sér að greiða þér þokkalega fjárhæð í hverjum mánuði til æviloka. En þú áttar þig ekki á því að auðvaldið skaffar nú þesssa peninga að mestu ásamt duglegu fólki sem stritar í sveita síns andlits, meðan þú glamrar á gítarinn áhyggjulaus og dreifir skít.“

Með þessum ummælum segir Bubbi Brynjar vera að fara í manninn en ekki boltann og hann endar þessa skemmtilega deilu svona:

„Þegar menn verða rökþrota þá fara þeir i manninn en ekki boltann enda skilst mér það hafi verið aðalsmerki þitt í fótboltanum,en já aukið aðgengi meiri neysla það er staðreynd sama hversu mikið þið hrópið um frelsi áfengis og ég held að miðflokks menn séu skýrt dæmi hvernig bjórdrykkja gera fólk að vitringum og mundu Brynjar fara í boltann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum