fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Alda þjófnaða og skemmdarverka í Háskóla Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2019 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist hefur verið inn í nokkrar byggingar Háskóla Íslands undanfarið og tölvubúnaði og fleiru verðmætu stolið af skrifstofum kennara og doktorsnema. Einnig hafa skemmdarverk verið unnin á húsnæði skólans. RÚV greinir frá þessu.

Fram kemur í fréttinni að háskólinn sé í nánu samstarfi við lögregluna vegna málsins og tekin hafi verið ákvörðun um að hafa sólarhringsvakt á öllu háskólasvæðinu yfir hátíðirnar.

Kemur einnig fram að brotist hafi verið inn í þrjár byggingar á háskólasvæðinu að undanförnu og einnig hafi verið brotist inn í Norræna húsið og stolið verðmætum þaðan. Vegna mikils umgangs háskólanema á prófatíma sé auðvelt að smeygja sér inn um dyr á háskólasvæðinu þó að sérstök háskólakort þurfi að komast inn í læstar byggingarnar. Þá hafi þjófur brotið glugga og hurðir til að komast inn á skrifstofur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð