fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Baldur sturlaðist í vikunni: Stal jólagjöfum í fyrra og þar áður beit í sundur andlit

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. desember 2019 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Kol­beins­son, fangi á Litla Hrauni, er sagður hafa gengið berserksgang á sam­eigin­legum gangi vist­manna fangelsins í vikunni. Fréttablaðið greinir frá þessu. Baldur á að baki langan sakaferil en þetta er ekki fyrsta skiptið sem hann er óstýrlátur um jólin.

Samkvæmt Fréttablaðinu var föngum brugðið á fimmtudaginn þegar Baldur trylltist á Litla-Hrauni. Hann er sagður hafa brotið meðal annars sjón­varp, ís­skáp og sófa og eld­hús­á­höld. Fangaverðir þurftu að yfirbuga hann en Páll Winkel fangelsis­mála­stjóri vildi ekki tjá sig um málið.

Baldur hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmiss afbrot en mörg þeirra áttu sér stað á Litla-Hrauni. Árið 2017 kom til átaka á milli hans og annars fanga sem endaði með því að Baldur beit af efri vör fangans. Þar áður réðst hann gegn fanga og makaði saur í munn hans. Í fyrra barði hann svo 18 ára gamlan hælisleitanda frá Marokkó. Baldur hefur meira og minna setið í fangelsi frá sautján ára aldri.

DV greindi frá því fyrr á þessu ári að um síðustu jól gekk Baldur laus og framdi fjölmörg afbrot. Þá var Baldur sakaður um fimm þjófnaðarbrot en alvarlegast hlýtur að teljast þjófnaður hans á jólagjöfum 23. desember síðustu jól. Samkvæmt ákæru hnuplaði hann jólagjöfum og myndlykli af áfangaheimili Samhjálpar á Þorláksmessu í fyrra og voru áætluð verðmæti um 250 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ