fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Helgi Seljan er látinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2019 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Selj­an, fyrr­ver­andi alþing­ismaður Alþýðubandalagsins, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi síðastliðinn þriðju­dag, 10. des­em­ber. Hann var 85 ára að aldri. Helgi var fædd­ur á Eskif­irði 15. janú­ar 1934, son­ur Friðriks Árna­son­ar og El­ín­borg­ar Krist­ín­ar Þor­láks­dótt­ur. Fóst­ur­for­eldr­ar hans voru Jó­hann Björns­son, bóndi í Selja­teigi í Reyðarf­irði, og  Jó­hanna Helga Bene­dikts­dótt­ir.

Eft­ir­lif­andi kona Helga er Jó­hanna Þórodds­dótt­ir. Börn þeirra eru Helga Björk, Þórodd­ur, Jó­hann Sæ­berg, Magnús Hilm­ar og Anna Árdís. Alls eru af­kom­end­urn­ir 34. Fjölmiðlamaðurinn og nafni, Helgi Seljan, er barnabarn hans.

Á vef Alþingis er starfsferli hans lýst svo: „Kennari á Búðum í Fáskrúðsfirði 1953–1955. Kennari við barna- og unglingaskólann á Búðareyri í Reyðarfirði 1956–1962, skólastjóri 1962–1971. Félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands síðan 1987. Formaður Sambands bindindisfélaga í skólum 1952–1953. Í hreppsnefnd Reyðarfjarðar 1962–1966 og 1970–1978. Skipaður 1971 í nefnd til að semja frumvarp um jöfnun námsaðstöðu og 1972 í staðarvalsnefnd ríkisstofnana. Kosinn 1973 í byggðanefnd. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1973–1986. Kosinn í áfengismálanefnd 1975. Í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979–1983, í endurhæfingarráði sama tíma. Í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra 1979–1983 og síðan 1988. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins um árabil. Formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu 1988–1994. Í áfengisvarnaráði 1987–1995. Í tryggingaráði 1989–1991.“

Útför Helga fer fram frá Grafar­vogs­kirkju föstu­dag­inn 20. des­em­ber klukk­an 13.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum