fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu ótrúlegt myndband af ástandinu á Ströndum – Þetta er ástæðan fyrir því að þetta heitir sprengilægð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef spáin rætist þá er þetta bara rétt að byrja,“ segir Bragi Þór Valsson, íbúi á Hólmavík á Ströndum, í samtali við DV. Bragi birti myndbönd á Twitter sem sýna glögglega að veðrið hefur versnað mjög síðan í morgun.

Fyrra myndbandið hér að neðan var tekið klukkan 11:45 og sýnir það að talsverður vindur var í þorpinu. Klukkutíma síðar var skyggnið nánast ekki orðið neitt.

„Meðan maður getur þá ætla ég að stökkva út. Þetta er orðið svona tuttugu present verra núna en það var áðan,“ segir hann.

Bragi er tiltölulega nýfluttur til Hólmavíkur og segir hann að eflaust séu flestir, ef ekki allir, innandyra núna. Strax í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að fella niður skólahald og segir Bragi að bæjarbúar séu mjög samstíga nú þegar veðurofsinn nálgast.

Stormurinn sem er á vörum flestra Íslendinga í dag skellir einna verst á Ströndum og Vestfjörðum. Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun á svæðinu, einum landshluta. Á vef Veðurstofu er ástandinu lýst svo:

„Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda, allt að 10 m. ölduhæð og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum.“

[videopress EOPFzC8u]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum