fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Götur borgarinnar eru mannlausar en á meðan fjúka þakplötur fyrir norðan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bara ef Hafnarfjarðarvegur væri alltaf svona klukkan 17,“ segir íbúi í Hafnarfirði sem tók þessa mynd um fimmleytið í dag. Á þeim tíma er vanalega hægfara bílalest.

Götur borgarinnar eru nú að mestu mannlaustar og bíllausar. Flest fólk er löngu farið heim úr vinnu og hefur lokað að sér í híbýlum sínum. Veðurofsinn hefur þó ekki náð hámarki. Veðrið er mun verra víða norðanlands og á Vestfjörðum. Rafmagnslaust er á Sauðárkróki og þakplötur hafa fokið á Ólafsfirði svo dæmi séu nefnd um áhrif veðursins. Hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna óveðursins á þessum svæðum en appelsínugul viðvörun gildir fyrir höfuðborgarsvæðið.

Veitingastaðirnir KFC, Pizza Hut og Taco Bell, sem eru í eigu sömu samsteypunnar, sendu frá sér sérstaka fréttatilkynningu um að staðirnir myndu loka kl. 17 í dag vegna óveðursins. Ekki hafa þó allir staðir lokað. Umræður um lokun veitingastaða í dag spunnust í Facebook-hópnum Matartips þar sem Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, gagnrýndi þá eigendur veitingastaða sem ekki lokuðu snemma í dag og spurði sig um áhuga þeirra á velferð starfsfólksins. Ekki voru allir sammála Simma þar og sumir benda á að veðrið verði ekki svo ýkja slæmt í Reykjavík.

Helsti munurinn á veðurfarinu sunnanlands annars vegar og á Vestfjörðurm og Norðurlandi hins vegar er að á síðarnefndu svæðunum er mun meiri úrkoma í illviðrinu auk þess sem vindhraði er heldur meiri. Gífurlegur skafrenningur er víða á þessum svæðum núna.

Engar fréttir hafa borist enn af skemmdum, rafmagnsleysi eða annarri óáran vegna veðursins í Reykjavík en við fylgjumst með ástandinu í kvöld en veður á enn eftir að versna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum