fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Brjálað veður í dag: „Nýjasta keyrslan bætir frekar í en hitt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 09:09

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nýjasta keyrslan bætir frekar í en hitt,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á vef sínum Blika.is, um spá reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, ECMWF. Einar segir að veðurspáin skáni ekki þegar horft er á nýjustu keyrsluna frá miðnætti.

„Lægðin er úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum í morgun um 962hPa.  Kl. 12 er henni spáð nærri Vopnafiði 958hPa.  Síðan verða ferðir miðjunnar til vesturs og svo til suðurs,“ segir Einar á vef sínum og bætir við að lægðin taki lykkju eða snúning yfir landinu austanverðu og klukkan 18 verði hún yfir Öræfajökli eða þar um bil.

„Sérlega skeinuhættur ferill djúprar og krapprar lægðar. Enda sést vel þéttleiki þrýstilínanna nokkru vestan og norðan miðjunnar. Þar verður hann þessi slæmi vindstrengur sem spár og viðvaranir dagsins byggjast á.  Ásamt vitanlega skilunum með allri úrkomunni sem vindast umhverfi þessa lægðamiðju. Það að miðjan fari þetta vestarlega á snúning sínum veldur þéttari þrýstilínum og að auki var í síðstu keyrslu (09.des kl. 12)  var þrýstingur í lægðarmiðju ívið hærri eða 956hPa í stað 951hPa kl. 18 í þeirri nýju.“

„Hún er hins vegar ekki ein á ferð, því að skilunum er önnur myndun og sjálfstæð lægð sem kemur úr austri upp að norðausturlandi í fyrramálið og viðheldur þessum feykiöfluga norðanstreng og þar með ofankomunni.“

Björgunarsveitir landsins eru við öllu búnar og sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í fréttum RÚV í morgun að dagurinn í gær hafi að stóru leyti farið í undirbúning fyrir daginn í dag. Veðrið verður að líkindum einna verst á Ströndum og Norðurlandi vestra og sagði Davíð að þrír snjóbílar væru komnir á svæðið; Hvammstanga, Hrútafjörð og á Skagaströnd.

Davíð hvetur fólk til að fylgjast vel með veðurspám og upplýsingum um færð. Þá ítrekar hann mikilvægi þæess að fara að tilmælum frá viðbragðsaðilum og Vegagerðinni.

Hér má nálgast veðurspánna hjá Veðurstofu Íslands.

Hér má nálgast upplýsingar um færð hjá Vegagerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins