fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Safnað fyrir Sólrúnu og Rahmon sem skaðbrunnu í eldsvoðanum í Mávahlíð: „Langt og strangt endurhæfingarferli framundan“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 7. desember 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn október kom upp eldur í íbúð í Mávahlíð sem varð til þess að Sólrún Alda Waldorff skaðbrann um allan líkama ásamt unnustta sínum, Rahmon Anvarov. Þau hlutu bæði alvarleg brunasár og voru í bráðri lífshættu eftir brunann. Þau eru nú komin úr lífshættu en framundan er erfitt endurhæfingarferli og því hafa Grindvíkingar tekið sig saman og ákveðið að halda styrktartónleika til að létta undir kostnaði í ferlinu.

Það er Sigríður María Eyþórsdóttir sem er skipuleggjandi styrktartónleikanna sem haldnir verða í Grindavík þann 10. desember næstkomandi. „Að tónleikunum stendur úrvalslið Grindvískra tónlistarmanna ásamt fjölda grindavíkurvina sem vill leggja góðu málefni lið,“ segir Sigríður. Fram kemur mikið úrval af tónlistarmönnum sem munu leika og syngja tónlist úr öllum áttum. Tónleikarnir verða haldnir í Netagerðinni- Sal Bryggjunnar í Grindavík og hefjast þeir klukkan 19:00. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en tekið verður við frjálsum styrktarframlögum á staðnum.

Meðal tónlistarmanna sem fram koma eru: Íris Kristinsdóttir, Dagbjartur Willardsson, Kirkjukór Grindavíkur,3/4 hljómsveit, Pálmar Guðmundsson, Guðjón Sveinsson og hljómsveit, Sólný Pálsdóttir og hljómsveit, Sigga Maya ÓBÓ og Dói, Axel O og Hljómsveitin Kylja.

„Það liggur fyrir að framundan sé langt og strangt endurhæfingarferli hjá Sólrúnu og Rahmon, og er tilgangur tónlekana að létta undir með þeim og fjölskyldum þeirra á þessum erfiðu tímum. Tónleikarnir eru í nafni Sólrúnar vegna tengsla hennar við Grindavík, en allur ágóði rennur að sjálfsögðu til þeirra beggja. Allir sem að einhverju leyti koma nálægt tónleikahaldinu gefa vinnu sína og hefur þáttaka og velvilji farið fram úr björtustu vonum skipuleggjanda.“

Haldið sofandi í þrjár vikur

Greint var frá ástandi þeirra Sólrúnar og Rahmons í kvöldfréttum RÚV í vikunni. Þar kom fram að Rahmon hlaut bæði annars og þriðja stigs brunasár á rúmlega helmingi líkama sína en Sólrún á um 35% líkamans. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þeirra við Mávahlíð en Sólrún og Rahmon voru í íbúðinni ásamt eiganda íbúðarinnar. Eigandinn náði að koma sér sjálfur út úr brennandi íbúðinni og hlaut minniháttar áverka. Talið er að eldurinn hafi komið upp eftir að logandi olía helltist úr potti.

„Þau voru sofandi og mér skilst að þegar að þú ert sofnaður þegar svona kemur fyrir, þá er reykurinn það eitraður að hann svæfir þig dýpra þannig að þú vaknar ekkert,“ sagði Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar í samtali við RÚV. Sem betur fer náði þó slökkviliði að koma parinu út um glugga á íbúðinni en þau höfðu þá þegar brunnið mjög illa. „Og í eiginlega þrjár vikur var henni haldið sofandi og hún var í bráðri lífshættu í langan tíma,“ segir Þórunn um ástandið í kjölfar slyssins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann