fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Fjölskyldufólk í Breiðholti ákært fyrir stórfellt peningaþvætti – Seðlabunkar fundust í íbúðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Jacek Niescier og Elzbieta Niescier búa í Fellahverfinu í Reykjavík og eiga saman börn. Þau eru ákærð fyrir peningaþvætti sem nemur allt að rúmlega 60 milljónum króna. Hjónin eru bæði á fimmtugsaldri, maðurinn er fæddur árið 1973 og konan árið 1974.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en DV hefur undir höndum ákæru héraðssaksóknara í málinu.

Í ákæru segir að hjónunum sé gefið að sök að hafa í fjögur ár, á tímabilinu frá ársbyrjun 2013 til ársloka 2017 ,„tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð 60.251.867 krónur,“ eins og segir í ákæru.

Rannsókn lögreglu á fjármunum hjónanna sýndu fram á rekjanlegar tekjur þeirra á tímabilinu upp á tæplega 38 milljónir króna en rekjanleg útgjöld, innistæður og haldlagt reiðufé nema hátt í 100 milljónum króna.

Neikvæður lífeyrir hjónanna er reiknaður yfir 60 milljónir króna og hefur þeim ekki tekist að gera grein fyrir því hvernig þau hafa getað aflað þess fjár sem út af stendur í þessum útreikningum. Jacek segist hafa grætt peningana í spilakössum en greining sem héraðssaksóknari lét gera á virkni spilakassanna og spilamennsku Jacek leiddi í ljós að það væri útilokað.

Málið kom upp þegar Jacek var handtekinn vegna hlutdeildar sinnar í stóru fíkniefnasmygli árið 2017. Við húsleit fundust umtalsverðir fjármunir í peningaseðlum, bæði íslenskum krónum og evrum – svo nemur milljónum. Þessir fjármunir hafa verið lagðir inn á sérstakan bankareikning sem héraðssaksóknari stofnaði til vörslu hinna haldlögðu fjármuna.

Jacek er talinn hafa staðið að innflutningi á a.m.k. 2 kg af amfetamíni til Íslands. Auk þess máls hefur hann fjórum sinnum gerst sekur um umferðarlagabrot. Elzbieta er hins vegar með hreint sakavottorð.

Krafist er auk upptöku fjármunanna sem fundust í íbúðinni að bíll hjónanna af gerðinni Hyundai Tucson verði gerður upptækur sem og eignarhlutur þeirra í íbúð þeirra í Fellahverfi. Krafist er að hjónin sæti refsingu fyrir peningaþvætti og verði dæmd til greiðslu málskostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann