fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Lukasz og Tomasz nauðguðu stúlku undir lögaldri í Reykjavík: Sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir aldri hennar

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 14:17

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski voru dæmdir í þriggja ára fangelsi þann 22. nóvember fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku en hún var einungis 16 ára þegar brotin voru framin. Þeir Lukasz og Tomasz eru báðir á fertugsaldri.

Dómurinn var kveðinnn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar kemur fram að þrír menn hafi verið ákærðir fyrir að hafa nauðgað stúlkunni. Þar kemur einnig fram að mennirnir hafi verið þrír en þriðji maðurinn var sýknaður sökum skorts á sönnunum. Sá maður var nær stúlkunni í aldri, eða 18 ára gamall.

Stúlkan kynntist þessum 18 ára manni sem sagðist ætla að skutla henni heim úr bænum en vinir hennar höfðu þegar farið heim. Hún fór því í bifreið með honum en hann fór ekki með hana heim heldur enduðu þau í fjölbýlishúsi með 18 ára manninum og þeim Lukasz og Tomasz. Þar var henni nauðgað. Sögðu mennirnir fyrir dómi að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir aldri stúlkunnar en í dómnum segir að þeim hafi átt að vera fullljóst að stúlkan hafi verið 16 ára gömul.

Auk fangelsisvistarinnar er þeim Lukasz og Tomasz báðum gert að greiða stúlkunni 1,3 milljónir í miskabætur, samtals 2,6 milljónir. Þeim var einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, samtals 4,5 milljónir. Auk þess er þeim gert að greiða um 2 milljónir í sakarkostnað og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann