fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Veitingastaður í Kópavogi verður fyrir endurteknum skemmdarverkum – Allar rúður brotnar – „Þeir notuðu einhvers konar járnkylfur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ARA – Restaurant & Bar heitir vinalegur veitingastaður að Búðakór 1 í Kópavogi. Hann er þekktastur sem pizzustaður en er einnig sportbar og grillstaður. ARA er vinsæll af íbúum hverfisins og því var þeim illilega brugðið við aðkomuna á þriðjudag en nóttina á undan brutu einhverjar aðilar allar rúður á staðnum. Fyrir rúmum mánuði var kastað tveimur stórum steinum inn um rúðu á staðnum en  það voru mun minni skemmdir.

„Auðvitað hugsar maður með sér að þessi tvö skipti gætu verið tengd en við erum ekki að velta okkur mikið upp úr því þar sem við höfum stuðning íbúa hverfisins,“ segir Rina Alma, dóttir eigandans Gani Zogaj, í viðtali við DV. Fjölskyldan er frá Kosovo og sú spurning vaknar hvort útlendingaandúð geti legið að baki skemmdarverkunum.

„Það er til alls konar fólk og það er ómögulegt að geta sér til um hvað er að gerast í kollinum á þeim sem gera svona,“ segir Rina.

Fjölskyldan lét skemmdarverkin ekki á sig fá, kom öllu í samt lag og staðurinn var opnaður á þriðjudaginn. Síðan hefur verið mjög mikið að gera og virðist sem nágrannar vilji sýna stuðning sinn í verki. Rina náði mynd af aðkomunni eftir skemmdarverkin og er hún hér með fréttinni.

Þær upplýsingar liggja fyrir að gerendurnir eru menn á þrítugsaldri og leitar lögreglan þeirra. „Þeir notuðu einhvers konar járnkylfur,“ segir Rina og ljóst er að mikil heift eða áköf skemmdarfýsn hefur legið að baki ódæðinu.

„Það sem skiptir okkur mestu máli er að reka þægilegan stað fyrir okkar yndislegu viðskiptavini,“  segir Rina og ljóst er að engin breyting verður á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“