fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Samherjauppljóstrarinn Jóhannes opnar sig í viðtali: „Ég gæti endað í fangelsi. En núna sef ég þó á nóttunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 13:15

Jóhannes Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og helsti uppljóstrari sjónvarpsþáttarins Kveiks þar sem birtar voru upplýsingar sem benda til þess að Samherji hafi beitt mútugreiðslum í Namibíu til að komast yfir fiskveiðikvóta, segist ekki eiga von á því að fá atvinnutilboð á næstunni. Þetta kemur fram í viðtali Jóhannesar við vef norska ríkisútvarpsins.

Jóhannes lætur ýmislegt flakka í viðtalinu, meðal annars það að það sé engin tilviljum að Samherji hafi valið norska ríkisbankann DNB fyrir fjármagnsflutninga til aflandseyja. Að notast við norskan banka sé góð leið til að þvo peninga. „Þegar peningarnir eru í norsku hagkerfi er færri spurninga spurt þegar þeir eru færðir til,“ segir Jóhannes. Hann segir að honum þyki undarlegt að DNB hafi ekki spurt sig spurninga þegar svo miklar upphæðir sem raun ber vitni voru færðir á milli reikninga innan bankans.

„Það sem Samherji gerði var rangt en ég myndi ekki segja að ég hafi reynt að sannfæra þá um að gera neitt annað. Ég var tæki Samherja í Namibíu og framkvæmdi allar beiðnir.“ Segir í greininni að Jóhannes hafi ekki andmælt áformunum heldur hafi stuðlað að greiðslum sem tryggðu makrílkvóta.

Sumarið 2018 átti Jóhannes fund með Kristni Hrafnssyni, ritstjóra  Wikileaks og greindi honum frá því sem hafði verið í gangi. Stuttu eftir fundinn hafði hann samband við rannsóknaraðila spillingarmála í Namibíu og þau hófu leynilega rannsókn á málinu haustið 2018.

Jóhannes segist ekki eiga von á neinum atvinnutilboðum á næstunni eftir allt það sem fram hefur komið um atferli Samherja í Namibíu og uppljóstranir hans. Hann viðurkennir að hann sé einn af sökudólgunum:

„Ég gæti endað í fangelsi. En núna sef ég þó á nóttunni“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“