fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Hrottaleg slagsmál á Hólmsheiði: „Það var bara blóðbað úti um allt eldhúsið“

Hjálmar Friðriksson, Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi á Íslandi hefur áhyggjur af aðstæðum í fangelsinu á Hólmsheiði sem hann segir vera það versta á Íslandi.

„Inni á Hólmsheiði er það þannig að verðirnir eru byrjaðir að slökkva á kallkerfinu í hádeginu,“ segir fangi sem afplánar nú dóm sinn í einu af fangelsum landsins. Fanginn vildi ekki láta nafns síns getið þegar hann kom með þessa ábendingu. „Við fangar erum ósáttir við þettta,“ segir fanginn en hann telur þetta ógna öryggi fangannna í fangelsinu. Halldór Valur Pálsson, forstöðumann fangelsisins, hafnar þessu í samtali við DV.

Kallkerfið sem um ræðir eru neyðarbjöllurnar, hnappar á veggjum fangelsisins, sem hægt er að ýta á þegar hætta kemur upp. Fanginn segir að nú hafi fangaverðirnir slökkt á þessum neyðarbúnaði í hádeginu. „Þeir segja að það sé svo mikið álag á sér,“ segir fanginn þegar blaðamaður spyr hann um ástæðuna fyrir því að slökkt sé á kallkerfinu. „Þetta er stórhættulegt, þeir [verðirnir] taka ekkert eftir því þegar allt sýður upp.“

Fanginn kemur með dæmi um hættuna sem getur skapast í fangelsinu sem sýnir það hvað kallkerfið er mikilvægt. Fanginn segir frá slagsmálum sem áttu sér stað í eldhúsi í fangelsinu á Hólmsheiði en hann segir annan aðilann hafa skorist lífshættulega. „Það var bara blóðbað úti um allt eldhúsið,“ segir fanginn. „Þetta gekk yfir í smá tíma og verðirnir tóku ekkert eftir því. Núna ætla þeir að slökkva á kallkerfinu og það er stórhættulegt. Þeir sinna fólki mjög lítið fyrir og fólki líður mjög illa þarna, það er komið mjög illa fram við það. Ég get alveg sagt þér það, þetta er langversta fangelsi á Íslandi.“

Samkvæmt fanganum þá var umrætt atvik í eldhúsinu hrottafengin slagsmál milli Íslendings og fanga af erlendum uppruna. Sá íslenski hreytti í hinn að hann væri „þroskaheftur“. Þá tók sá erlendi upp blandarakönnu úr gleri sem var „örugglega 2-3 kíló“, hann sveiflar henni og skellir að alefli á hausinn á þeim íslenska. Kannan brotnar við þetta.

Fanginn lýsir svo atvikinu svo: „[Sá íslenski] rýkur upp, snýr sér við og kýlir hann tveimur höggum í andlitið, grípur utan um hönd hans sem hann hélt í handfangi brotnu glerkönnunar. [Sá íslenski] ýtir honum út í horn og þvingar hann niður á hækjur sér. Við þessi átök færist skaftið sem var brotið af könnunni, inn í lófa [þess erlenda] og blóð byrjar að fossa, bókstaflega fossa. [Sá íslenski] var þarna líka komin með skurð á höfuð og annan á öxl. Hann heldur [útlendingnum] í þessari stöðu og heldur áfram að slá hann í andlit og líkama ítrekað. Á meðan á þessu stóð bólaði ekkert á vörðunum. Þeir urðu einskis varir, [sá erlendi] var mjög hræddur og hlýddi loks skipun [Íslendingsins] um að sleppa glerstykkinu. Allt eldhúsið var útatað í blóð slettum og pollum.“

DV hafði samband við Halldór Val, forstöðumann fangelsisins. Halldór sagði að það hefði aldrei og myndi aldrei komið til greina að slökkva á kallkerfinu. Hann þvertekur því fyrir þessi orð fangans um að slökkt væri á kallkerfinu. Blaðamaður spurði hann út í atvikið sem lýst er hér fyrir ofan og sagðist hann ekki kannast við það, þar sem erfitt er að muna eftir einstökum slagsmálum milli fanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum