fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Síbrotamaður með dýnamít

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fertugsaldri, Íslendingur búsettur í Noregi, var þann 20. nóvember sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölda afbrota auk þess sem gert var upptækt dýnamít sem hann var með í fórum sínum, auk fíkniefna.

Maðurinn fór inn í Gróðrastöðina Mörk í apríl árið 2017 og stal þaðan Snyder loftpressu að verðmæti 250.000 krónur. Hann stal líka verkfærakassa og leiðbeiningarbæklingi fyrir sáðvél.

Í annan stað var hann sakaður um að hafa tekið bíl traustataki og ekið honum víðsvegar uns hann missti stjórn á bílnum við Bláfjallaveg og keyrði út af.

Auk þess var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið undir áhrifum ávanabindandi lyfja.

Ennfremur voru fíkniefni og dýnamít gerð upptæk hjá manninum.

Hann var dæmdur í 45 daga skilorðbundið fangelsi og til að borga 350.000 króna sekt í ríkissjóð. Þá var hann sviptur ökuréttindum og dæmdur til að greiða rúma milljón í málsvarnarlaun og annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum