fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Rekstraraðili á Seyðisfirði segir mafíuna starfa í bænum: „Í fyrsta skipti á ævinni óttast ég um líf mitt og ástvina minna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philippe Clause, listamaður og rekstaraðili á Seyðisfirði, segist óttast um líf sitt í myndbandi sem hann birti á Facebook síðu sinni.

Philippe opnaði skemmtistaðinn Sirkus á Seyðisfirði í sumar í samstarfi með Sigríði Guðlaugsdóttur, sem er einnig þekkt sem Sigga Boston. Eiga þau saman fyrirtækið en eignarhluta þeirra er skipt í helminga. Í myndbandinu segist Philippe hafa rekið aðilann sem sér um fjármál fyrirtækisins og í kjölfarið kveðst hann hafa fengið hótanir frá viðkomandi. Þá segir hann ættingja hans hafa meðal annars brotist inn í hús sitt. Stundin greindi fyrst frá þessu og þýddi það sem Philippe segir í myndbandinu.

„Í fyrsta skipti á ævinni óttast ég um líf mitt og ástvina minna,“ segir Philippe í myndbandinu. „Ég hef mætt áreiti á nánast hverjum degi og í gær var mér hótað, sagt að óttast um líf mitt á íslensku. Mér var sagt: „Ég skal drepa þig. Ég ætla að drepa þig.“ Þetta eru óhugnanlegir hlutir og ég sætti mig ekki við þá. Áður en þetta gerðist reyndi sama manneskja að keyra mig niður á bílnum sínum. Viðkomandi sendi ættingja til að ógna mér og reyna að berja mig.“

„Ég hef verið móðgaður og það er ófrægingarherferð í gangi gegn mér með viðbjóðslegum lygum um einkalíf mitt, heilsu, kynhneigð og lífstíl,“ segir Philippe. „Afleiðingar þess eru að allt þorpið, samfélagið hérna, sem ég hef gefið tíma minn, ást og vinnu undanfarin ár, hefur snúist gegn mér. Nema nokkrir sem styðja mig því þeir hafa séð ofbeldið.“

Hann segist ekki fá neina hjálp frá yfirvöldum á svæðinu, hvorki lögreglan né bæjaryfirvöld vilji hjálpa honum. „Þetta er ákall á hjálp. Ég hef allan lagalegan rétt til að gera það sem þarf með fyrirtækið mitt,“ segir Philippe. „En ég er örvæntingafullur að kalla eftir stuðningi af því að ég er útlendingur í landinu og fallegt, virt fólk í þessu fallega samfélagi hefur sagt mér að það muni gera hvað sem er til að tortíma fyrirtækinu mínu. Að ég sé ekki velkominn lengur í samfélaginu, ég sé einangraður og þau muni gera allt í þeirra valdi til að losna við mig og ég eigi engin réttindi. Jafnvel þó þau hafi samþykkt mig sem samkynhneigðan þá hafi ég ekkert að gera hér lengur og ég eigi ekki að ráða lögfræðing til að verja mig því við séum ein stór fjölskylda. Þetta er mafíustarfsemi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum