fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Perri sem ógnaði barnungum stúlkum gengur laus í Reykjanesbæ: Keyrir um á grænum jeppa

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 20:50

Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Reykjanesbæ sagði frá óhugnanlegri reynslu tíu ára dóttur sinnar og vinkonu hennar, er þær gengu heim úr skólanum. Þetta kemur fram í Facebook-hóp sem ætlaður er íbúum bæjarins , en færsla hans hefur vakið talsverða athygli.

„Upp að þeim kemur enskumælandi maður, líklega frá mið-austurlöndunum (samkvæmt þeirra lýsingu) á grænum jeppa eða jeppling og hefur við þær kynferðislegar handbendingar og tal.“

Maðurinn segir að dóttir hans og vinkonan hafi gert það rétta í stöðunni og hlaupið í burtu.

„En bíllinn eltir þær þó nokkurn spöl og þær þurftu að fela sig við kirkjuna áður en hann hvarf á brott.“

Maðurinn segist hafa gert lögreglu viðvart um málið og tekur hann einnig fram í athugasemd að hann treysti lögreglunni fyrir verkinu.

„Við erum lítið og gott samfélag og með samstöðu eigum við að geta upprætt svona viðbjóð með því að standa saman og vera vakandi! Ef við sjáum barn hlaupa öskrandi frá bíl, stoppum, athugum hvað er í gangi, ekki bara keyra framhjá eins og ekkert komi manni við. Það keyrðu bílar framhjá þeim á meðan þær öskruðu og hlupu frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu