fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Nemandi í Vallaskóla kveikti í eftir brunaæfingu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 13:50

Frá Selfossi. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemandi við Vallaskóla á Selfossi kveikti í þurrkustandi á salerni skólans í morgun. Þetta gerðist stuttu eftir að brunaæfing hafði verið haldin í skólanum.

DFS, Fréttavefur Suðurlands, greinir frá þessu.

Þar segir að æfingin Brunavarna Árnessýslu hafi gengið vel. Eftir æfinguna hafi komið annað brunaboð, öllum að óvörum, og kom þá í ljós að eldur hafði verið kveiktur á salerni skólans. Reykur barst fram á ganga og brugðust starfsmenn skjótt við og slökktu eldinn.

Í frétt DFS er vísað í tilkynningu til foreldra skólans þar sem segir að fulltrúar Brunavarna Árnessýslu, sem voru enn á staðnum, hafi getað gert viðeigandi ráðstafanir varðandi reykræstingu. Ekki var talin hætta á reykeitrun en í tilkynningunni segir að málið hafi verið kært til lögreglu.

Atvikið varð til þess að kennsla í skólanum var felld niður eftir hádegi hjá efsta stigi en skólahald verður með hefðbundnu sniði á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu