fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Kristján varar Íslendinga við blekkingum: „Ég get ekki annað gert, mér blöskrar.“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 13:11

Kristján Berg Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki annað gert en að skrifa ykkur um þetta málefni, mér blöskrar.“

Svona hefst færsla frá Kristjáni Berg Ásgeirssyni sem oft er kenndur við verslun sína Fiskikónginn. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að skortur sé á íslenskum humri og því hefur verið tekið upp á því að flytja inn humar að utan. „Í sjálfu sér finnst mér það vera OK, þar sem um sömu tegund er að ræða, humar,“ segir Kristján.

„Það sem mér finnst ekki vera í lagi er að það er verið að selja svikna vöru, það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og Humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“

Kristján útskýrir svo hvers vegna vörur eru íshúðaðar. πÍshúðun á vöruna er til þess gerð, er að varna því að fiskurinn þorni í frosti,“ segir Kristján. „Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár.“

Hann segir að það geti verið erfitt þegar 10% íshúðun sé sett á vöruna. „Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna.“

Gullgrafaraæði

Kristján ákvað að athuga hvernig staðan á þessu væri og keypti humar af einu fyrirtæki og gerði tilraun. „Mér blöskraði vinnubrögðin,“ segir hann. „10 kg kassi. í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hinsvegar er íshúðun á þessum humri 37%!“

Hann segist bara ekki skilja hvernig það sé hægt að ná svona mikilli íshúðun. „Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni,“ segir Kristján. „Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI.“

„Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þýða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (restin 3,7 kg var vatn) og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti.“

Nokkur þúsund krónur fyrir vatn

Kristján segir humarinn kosta mikið og veltir því fyrir sér hvort einhver vilji borga fyrir allt þetta vatn. „Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni…ég bara spyr. Ég vil benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%.“

Hann bendir fólki á mikilvægi þess að skoða humarinn vel áður en hann er verslaður. „Ef þið sjáið mikið vatn á humrinum,“ segir hann. „Þá myndi ég benda ykkur að að kaupa hann ekki. Stöndum saman og hættum að láta ræna okkur. Þetta á ekki að vera í boði.“

Kristján segir síðan íslenskum neytendum að passa upp á veskin sín. Auk þess segir hann Neytendasamtökunum að vinna vinnuna sína, fara strax í málið og gera athugun á íshúðun.

„Ég hef tekið þá ákvörðun fyrir mitt fyrirtæki, að ég ætla mér ekki að taka þátt í þessu. Þegar minn íslenski humar verður uppseldur, þá verður hann bara uppseldur. Í staðinn ætla ég að bjóða uppá hágæða kanadískann humar, sem gefur þessum íslenska ekkert eftir, og hann er líka ódýrari en sá íslenski.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“