fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Garðar missti aleiguna fyrir 10 dögum: „Skelfileg staða sem við óskum engum að þurfa að lenda í“ – Getur þú lagt hönd á plóg?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er skelfileg staða sem við óskum engum að þurfa að lenda í,“ segir Helgi Garðarsson, faðir hins 22 ára Garðars Smára Helgasonar, sem missti aleiguna sína í bruna þann 17. nóvember síðastliðinn.

Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Garðar sem keypti umrædda íbúð við Norðurgötu á Akureyri í janúar síðastliðnum. Um var að ræða fyrstu íbúð Garðars og var hún nýuppgerð.

Garðar er á örorku vegna einhverfurófs en að sögn Helga var hann ekki með innbústryggingu vegna misskilnings milli hans og tryggingafélagsins.

Þá segir Helgi að þar sem íbúðin var mjög gömul þá dugi brunabótamat hússins engan veginn fyrir enduruppbyggingu þess.

Tilkynnt var um eldinn aðfaranótt 17. nóvember en húsið sem um ræðir er gamalt timburhús. Þrjár íbúðir eru í húsinu og eins og sést á meðfylgjandi myndum urðu mjög miklar skemmdir í eldsvoðanum. Á myndinni hér að ofan standa feðgarnir fyrir framan sökkulinn að húsinu.

Helgi ákvað að stofna styrktarreikning fyrir son sinn enda áfallið mikið. „Yndislega fólk ef þið hafið einhver tök á að leggja honum lið þá yrði ég einstaklega þakklátur. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Helgi í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Styrktarreikningur:

0302-13-300033
Kennitala:
130969-3649

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu