fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Blóðug árás í hesthúsi: Kona réðst á aðra konu með hófklippum og skeifu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiftarleg árás konu á aðra konu í hesthúsi voru viðfangsefni í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrradag. Önnur konan stefndi hinni til greiðslu miskabóta vegna líkamsárásar árið 2015. Átökin voru blóðug og vægast sagt skrautleg, þar sem notast var við vopn á borð við hófklippur og skeifu. Blóðgaðist sú kona sem stefnir hinni á höfði er hin stefnda barði hana með skeifu í höfuðið. Um málsatvik og áverka í slagsmálunum segir svo í dómi Héraðsdóms:

„Það er óumdeilt að stefnandi og stefnda lentu í átökum hinn 10. júní 2015 þar sem þær voru staddar saman í hesthúsi að [—]. Þá er það óumdeilt að stefnandi slasaðist í átökunum og hlaut m.a. 3 cm skurð í hársverði, mar á hægri kinn og kringum nefrót, ásamt mari á hálsi og á handlegg. Aðilum málsins ber hins vegar ekki saman um hvernig áverkarnir eru tilkomnir. Stefnandi kveður stefndu hafi slegið sig með hófklippum, slegið sig í andlit með krepptum hnefa og síðan slegið sig með skeifu, en stefnda kveður stefnanda hafa hlotið áverkana sem hún varð fyrir þegar hún féll í gólfið og á steypta brún.“

Árásarþolinn kærði málið til lögreglu en málið var síðan fellt niður þar sem rannsókn dróst, málið var sent aftur til lögreglu frá héraðssaksóknara, og það var að lokum fyrnt. Árasaþolinn stefnir hins vegar hinni meintu árásarkonu með einkamáli til greiðslu skaðabóta.

Þá segir ennfremur um atvikið í dómnum:

„Í frumskýrslu lögreglu, dags. 10. júní 2015, kemur fram að stefnandi hafi setið fyrir utan hesthúsið að [—]þegar lögregla kom á staðinn. Stefnda hafi verið búin að setja dót hennar fyrir utan hesthúsið, þar með talið hjálm sem stefnandi kvaðst ekki eiga. Hún hafi ætlað að skila hjálminum og að hún hafi verið komin inn á gang hesthússins þegar stefnda hafi komið og rifið í hana. Stefnda hafi því næst lamið hana með skeifu svo að gat kom á höfuðið og slegið hana í andlit. Þá hafi vitnið C komið á vettvang og dregið stefndu af stefnanda.“
Í dómnum kemur ennfremur fram að árásarþolinn leitaði sér læknisaðstoðar eftir atvikið meðal annars vegna höfuðverkja og verkja í kviðarholi. Í vottorði læknis sagði að árásin hafi haft afgerandi áhrif á heilsu hennar. Konan leitaði einnig til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Í bréfi frá félagsráðgjafa miðstöðvarinnar kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar, kvíða og þunglyndis.
Vitni voru að árásinni.
Niðurstaðan var sú að sú stefnda var dæmd til að greiða stefnanda 436.702 krónur með vöxtum og 750.000 krónur í málskostnað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu