fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan á Suðurnesjum sögð beita óhefðbundnum aðferðum – Fylgjast með í myrkri og úr launsátri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sektað hátt í hundrað ökumenn undanfarið í sérstöku átaki gegn hraðakstri. Í frétt á vefnum Suðurnes er því haldið fram að lögreglumenn beiti óhefðbundnum aðferðum við aksturseftirlit, fylgist með úr launsátri og fari um á ljóslausum bílum í náttmyrkri. Telur Suðurnes að nokkrar milljónir hafi streymt inn í hirslur embættisins við þetta átak.

Í fréttinni segir:

„Suðurnes.net hefur undanfarið fengið nokkrar ábendingar þess efnis að lögregla láti lítið á sér bera við eftirlitið, þannig hafa lögreglumenn við hraðaeftirlit á Reykjanesbraut slökkt öll ljós á lögreglubílum eftir að dimma tekur, lögreglubílum hefur verið lagt aftan við skilti við Njarðarbraut og við eftirlit á Faxabraut, þar sem á fimmta tug ökumanna var stöðvaður, var lögregla staðsett í innkeyrslu við íbúðarhús og í brekku þannig að ökumenn urðu þeirra ekki varir fyrr en þeir voru stöðvaðir.“

Lögreglan á Suðurnesjum svaraði ekki fyrirspurn miðilsins um þetta mál en samkvæmt verklagsreglum um hraðamælingar er ekkert því til fyrirstöðu að lögreglumenn mæli hraða bíla úr launsátri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“