fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Hættulegasti barnaníðingur landsins ofsótti syni ritstjóra – „Ungir drengir þurftu lögreglufylgd úr og í skóla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 16:15

Steingrímur Njálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaníðingurinn alræmdi Steingrímur Njálsson ofsótti um tíma blaðamanninn og ritstjórann Sigurjón M Egilsson en hann er bróðir Gunnars Smára Egilssonar. Sigurjón hefur undanfarið rifjað upp samskipti sín við barnaníðinginn á vefsvæði sínu, Miðjan.

Sigurjón greinir frá því að Steingrímur hafi gert svokallaðan dauðalista og Sigurjón hafi verið númer tvö á listanum. Hafi Steingrímur hert á ofsóknunum er fram leið og hringt hvað eftir annað með hótanir.

Sú hótun sem Sigurjóni var þó mest brugðið yfir sneri að börnum hans. Við gefum Sigurjóni orðið:

„Nú að þeirri hótun sem var allra verst og truflaði mig og mitt fólk verulega. Eitt sinn þegar hann hringdi til mín sagði nöfn drengjanna minna og hann vissi í hvaða skóla þeir voru og hann vissi stundatöflurnar þeirra. Hann sagðist ætla að hefna sín á mér með því að skaða syni mína.

Lögreglan var látin vita og í einhvern tíma, man ekki hversu langan, var lögregluvakt á þeim tíma sem strákarnir fóru í skólann og þegar þeir fóru heim úr skólanum. Í talsverðan tíma urðu þeir, sem og við foreldrarnir að vera á varðbergi. Ungir drengir þurftu lögreglufylgd úr og í skóla. Þetta var ekki góður tími.

Þessi hótun hafði mikil áhrif. Fleiri alvarlegar fylgdu á eftir.“

Sjá einnig:

Sigurjón greip alræmdan barnaníðing glóðvolgan og framkvæmdi borgaralega handtöku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum