Barnaníðingurinn alræmdi Steingrímur Njálsson ofsótti um tíma blaðamanninn og ritstjórann Sigurjón M Egilsson en hann er bróðir Gunnars Smára Egilssonar. Sigurjón hefur undanfarið rifjað upp samskipti sín við barnaníðinginn á vefsvæði sínu, Miðjan.
Sigurjón greinir frá því að Steingrímur hafi gert svokallaðan dauðalista og Sigurjón hafi verið númer tvö á listanum. Hafi Steingrímur hert á ofsóknunum er fram leið og hringt hvað eftir annað með hótanir.
Sú hótun sem Sigurjóni var þó mest brugðið yfir sneri að börnum hans. Við gefum Sigurjóni orðið:
„Nú að þeirri hótun sem var allra verst og truflaði mig og mitt fólk verulega. Eitt sinn þegar hann hringdi til mín sagði nöfn drengjanna minna og hann vissi í hvaða skóla þeir voru og hann vissi stundatöflurnar þeirra. Hann sagðist ætla að hefna sín á mér með því að skaða syni mína.
Lögreglan var látin vita og í einhvern tíma, man ekki hversu langan, var lögregluvakt á þeim tíma sem strákarnir fóru í skólann og þegar þeir fóru heim úr skólanum. Í talsverðan tíma urðu þeir, sem og við foreldrarnir að vera á varðbergi. Ungir drengir þurftu lögreglufylgd úr og í skóla. Þetta var ekki góður tími.
Þessi hótun hafði mikil áhrif. Fleiri alvarlegar fylgdu á eftir.“
Sigurjón greip alræmdan barnaníðing glóðvolgan og framkvæmdi borgaralega handtöku