fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Festist á grjóti uppi á hringtorgi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Nú síðast í gærkvöldi missti ökumaður sem var á ferð eftir  Garðvegi stjórn á ökutæki sínu í hálku og endaði utan vegar.

Þá var bifreið ekið yfir hringtorg á Njarðarbraut. Hún lenti uppi á grjóti og sat föst á því. Bifreið frá Bílaflutningum var fengin til að losa hana.

Enn fremur stöðvaðist rúta í hringtorginu á Reykjanesbraut við Aðalgötu vegna bilunar. Óku ökumenn út fyrir hringtorgið til að komast fram hjá henni með þeim afleiðingum að þremur bifreiðum var ekið á umferðarskilti og einni þeirra var bakkað á annað ökutæki eftir að hafa klesst á skiltið.

Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum