fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Kristján var svikinn – Málið vekur athygli í Bandaríkjunum – „Mér leið eins og algjörum fávita“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar sem hafa orðið fyrir barðinu á netþrjótum vekja nú athygli vestanhafs en fjölmiðillinn SFGate fjallaði nýverið um ástandið í þessum málum hér á landi.

Erlendir svikahrappar hafa árum saman reynt að herja á einstaklinga hér á landi í gegnum netið. Til að byrja með fengu íslendingar oft tölvupósta með boðum um gull og fagra skóga í skiptum fyrir greiðslur. Það var ekki fyrr en nýlega sem svikahrapparnir urðu virkilega góðir í þessu hér á landi. Lengi vel reyndu hrapparnir að nota íslenska tungumálið í svikunum. Gekk það misvel enda er tungumálið okkar ekki einfalt og þýðingarsíður á netinu voru ekki ýkja góðar í starfi sínu þegar kom að íslensku. Nú hefur tæknin hins vegar orðið betri og þrjótarnir hafa þróast með henni.

Þetta hefur leitt til þess að íslendingar eru berskjaldaðri en áður þegar kemur að svikahröppum á netinu. Kristján Berg Ásgeirsson, sem oft er kenndur við verslun sína Fiskikónginn, er meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á þrjótunum. Kristján, sem einnig rekur fyrirtækið Heitirpottar.is, þekkir því af eigin raun hvernig það er að tapa fjármunum á netinu því um hábjartan dag í fyrra tapaði fyrirtæki hans sjö milljónum króna í hendur tölvuþrjóta.

Kristján talaði við SFGate um málið og útskýrði hvað hafði gerst. Tölvuþrjótum hafði tekist að svíkja peningana með fölskum reikningum fyrir sendingu af pottum. Hann kvaðst hafa verið í góðum samskiptum við fyrirtæki í Bandaríkjunum sem framleiðir gáma fyrir hann. Einn dag hefði hann fengið tölvupóst frá konu, sem Kristján sagðist þekkja vel hjá umræddu fyrirtæki, sem tjáði honum að eitthvað vandamál væri komið upp varðandi skattamál. Hún hafi spurt hann hvort hann gæti greitt reikning með því að leggja inn á annan reikning en vant er.

Í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma sagðist Kristján ekki sjá því neitt til fyrirstöðu. „En þarna eru þessir gaurar búnir að yfirtaka póstinn hennar,“ sagði hann og peningarnir sem hann taldi sig vera að leggja inn á fyrirtækið hefðu ratað inn á reikning svikahrappanna.

„Mér leið eins og algjörum fávita,“ sagði Kristján í samtali við SFGate. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er,“ bætti Kristján við en leiðrétti síðan sjálfan sig. „Þetta er að koma fyrir hvern sem er.“

Afturelding og HS Orka

„Þetta er mikið högg fyrir litlar deildir og kemur þeim illa. Þessir skúrkar eru svakalega bíræfnir og undirbúa sig alveg ótrúlega vel áður en þeir svindla á íþróttafélögum,“ sagði Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ eftir að félagið var svikið af tölvuþrjótum. SFGate fjallaði einnig um mál Aftureldingar í fréttinni.

SFGate talaði við Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, vegna málsins. „Þetta er alltaf sama brellan en íslenskan verður betri og betri,“ sagði Auður en íslenskan hefur verið aðgengileg í þýðingarvélinni Google Translate í rúm 10 ár. Þýðingarvélin var þó ekki upp á sitt besta til að byrja með en hún hefur orðið betri með árunum.

„Rétt fyrir jólin í fyrra sendu erlendir svikahrappar gjaldkera einnar deildar Aftureldingar tölvupóst sem virtist vera frá formanni sömu deildar,“ sagði í tilkynningu frá UMFÍ vegna málsins í fyrra.

„Í tölvupóstinum var gjaldkerinn beðinn um að millifæra tiltekna upphæð á bankareikning í erlendum banka. Tölvupósturinn var á íslensku í nafni formanns deildar félagsins til gjaldkerans og virtist í amstri dagsins lítið athugavert við póstinn. Gjaldkerinn sendi inn ósk um millifærslu til framkvæmdastjóra félagsins sem millifærði upphæðina, nokkur hundruð þúsund krónur. Nokkrum mínútum eftir að upphæðin var millifærð vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu. Haft var samband við viðskiptabanka félagsins og gripið til aðgerða. Millifærslan náði hins vegar í gegn.“

Einnig fjallaði SFGate um mál HS Orku en í sumar tókst erlendum tölvuþrjótum að brjótast inn í tölvukerfi fyritækisins og svíkja sem nemur á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna út úr fyrirtækinu. Fyrirtækið vonast til að hægt verði að endurheimta upphæðina að verulegum hluta. Fréttablaðið skýrði frá þessu í september. SFGate greinir frá því að lögreglan telji að tölvuþrjótar hafi hreppt um 13 milljónir bandaríkjadala á undanförnum 12 mánuðum hér á landi. Það er um 1,6 milljarður í íslenskum krónum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“